fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fókus

Glæpasagnahöfundur opnar sig

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 11. desember 2016 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski glæpasagnahöfundurinn Patricia Cornwell hefur sent frá sér nýja bók, Chaos, og aðalpersónan er eins og svo oft áður réttarmeinafræðingurinn Kay Scarpetta. Cornwell þarf vitanlega að fara í viðtöl til að kynna bókina og sum þeirra fjalla um allt annað en efni verksins. Í Sunday Times talaði Cornwell til dæmis einlæglega um einkalíf sitt en minntist ekki á bókina. Hún er hamingjusamlega gift geðlækninum Staci Ann Gruber en þær hafa verið saman í tólf ár.

Í viðtalinu segir Cornwell að það hafi haft gríðarleg áhrif í líf sitt þegar faðir hennar yfirgaf fjölskylduna á aðfangadag þegar hún var fimm ára gömul. „Hann var mér allt,“ segir hún. Móðir hennar þjáðist af alvarlegu þunglyndi, og Cornwell var sett í fóstur ásamt tveimur bræðrum sínum. Cornwell segist hafa alist upp í umhverfi sem fordæmdi samkynhneigð og hún hafi heillast af konum án þess að gera sér grein fyrir samkynhneigð sinni. Hún giftist kennara sínum, Charles Cornwell, sem var mörgum árum eldri en hún en þau skildu árið 1989 eftir átta ára hjónaband. Cornwell átti í ástarsambandi við konu sem vann hjá FBI og samband þeirra komst í heimspressuna árið 1996. Það var áfall fyrir móður skáldkonunnar sem vissi ekki af samkynhneigð dóttur sinnar. Cornwell segir að það sé sér erfitt að vita af því að fjölskylda hennar vilji helst að hún sé með karlmanni. Hún er ákaflega hamingjusöm með Staci. Staci er sömuleiðis harðánægð og segist myndu gera allt fyrir Cornwell.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ömurlegt atvik í ræktinni – Heyrði hvað parið á bak við hana sagði

Ömurlegt atvik í ræktinni – Heyrði hvað parið á bak við hana sagði
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins

Rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Manstu eftir tvíburasystrunum úr The Shining? Svona líta þær út í dag

Manstu eftir tvíburasystrunum úr The Shining? Svona líta þær út í dag
Fókus
Fyrir 4 dögum

Erna Kristín bætti nýrri rós í hnappagatið – „Í dag er ég þreytt, en líka stolt“

Erna Kristín bætti nýrri rós í hnappagatið – „Í dag er ég þreytt, en líka stolt“