fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fókus

Sjón lifir í mikilli sátt við tæknina þó hann eigi ekki farsíma

Rithöfundurinn Sjón spjallar um vísindaskáldsögu og farsímaleysi í viðtali í helgarblaði DV

Kristján Guðjónsson
Laugardaginn 10. desember 2016 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég er sofandi hurð, nýjasta skáldsaga Sjóns og síðasti hluti þríleiksins CoDex 1962, ber undirtitilinn Vísindaskáldsaga og segist Sjón alltaf haft áhuga á slíkum sögum og lesið samhliða öðrum bókmenntum frá upphafi: bækur um Tom Swift og Bob Moran í æsku og svo skáldsögur frumkvöðlanna Arthur C. Clarke, Robert Henlein, Isaac Asimov síðar meir. Þá hafi hann í seinni tíð orðið fyrir miklum áhrifum frá J.G. Ballard, William S. Burroughs og umfram allt Philip K. Dick. „Hann er líklega einn af mínum allra mestu uppáhaldshöfundum og Ubik ein af mínum uppáhaldsbókum. Ég held að Dick verði einn af höfundum 20. aldar sem muni lifa áfram, enda tókst honum að segja hluti sem engum öðrum hefur tekist,“ segir Sjón.

Síðasti hluti nýju bókarinnar varpar fram framtíðarsýn sem mörgum gæti þótt ógnvænleg – þar sem dramb íslenskra vísindamanna leiðir til stjórnlausrar tækniþróunar sem hefur geigvænleg áhrif á mannlegt líf. Ertu svartsýnn á framtíð manneskjunnar og samband hennar við tæknina? Og í þessu samhengi rifjast upp fyrir mér að þú notar ekki farsíma! Af hverju er það?

„Ég er ekkert andtæknisinnaður þótt ég noti ekki farsíma. Það eru til miklu merkilegri tæki en hann. Ég lifi í mikilli sátt við tæknina,“ segir Sjón og hlær.

„Það er hins vegar alveg á hreinu að það er farin af stað atburðarás sem er úr okkar höndum að mestu leyti, þar á ég við loftslagsbreytingarnar. Það er hin stóra atburðarás í okkar lífi, en af því að hún er ósýnileg þá höldum við að hún sé ekki að eiga sér stað. Það er engin skemmtisaga, en ég er bjartsýnn og trúi því einlæglega að eitthvað sé hægt að gera. Afstaða manns til þess veltur hins vegar á því hvort maður telji einhver verðmæti í manneskjunni. Ef við teljum að maðurinn sé þess virði að viðhalda honum þá verðum við að gera eitthvað strax en ef við teljum eðlilegt að hann hverfi þá segjum við bara: þetta er bara gangurinn.

Við erum líka búin að setja af stað þróun í gervigreindartækni sem er bara tímaspursmál hvenær við missum úr höndunum – og svo munum við að öllum líkindum missa erfðatæknina úr höndunum. Þannig er bara saga mannsins,“ segir Sjón en lýsir afstöðu sinni frammi fyrir þessari framtíð sem einhvers konar myrkum taóisma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“
Fókus
Í gær

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sigríður Dögg í óheppilegum árekstri við hunangsflugu – Á lífi en særð eftir atganginn

Sigríður Dögg í óheppilegum árekstri við hunangsflugu – Á lífi en særð eftir atganginn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hvetur fólk til að skipta út þessu orði: „Hættum að afsaka okkur í sífellu“

Hvetur fólk til að skipta út þessu orði: „Hættum að afsaka okkur í sífellu“