fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fókus

Affleck besti leikarinn

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 4. desember 2016 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

National Board of Review í Bandaríkjunum veitti nýlega kvikmyndaverðlaun sín. Kvikmyndin Manchester by the Sea var valin besta myndin en leikstjóri hennar er Kenneth Lonergan. Leikarinn Casey Affleck var valinn besti leikarinn fyrir leik sinn í myndinni. Myndin hlaut tvenn önnur verðlaun, fyrir handrit og Lucas Hedges fékk verðlaun fyrir aukahlutverk í myndinni. Manchester by the Sea segir frá manni sem missir bróður sinn og tekur að sér unglingsson hans.

Barry Jenkins var valinn besti leikstjórinn fyrir Moonlight og Naomie Harris besta aukaleikkonan. Moonlight fjallar um samkynhneigðan svartan dreng sem elst upp í fátækt í Miami. Myndin sópaði til sín verðlaunum á Gotham Independent kvikmyndahátíðinni sem haldin var nýlega. Amy Adams var valin besta leikkonan fyrir frammistöðu sína í vísindatryllinum Arrival.

Verðlaun National Board of Review þykja oft gefa vísbendingu um tilnefningar til Óskarsverðlauna. Casey Affleck, sem er bróðir Ben Affleck, þykir einmitt líklegur til að hreppa tilnefningu og hið sama má segja um aðstandendur Moonlight.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Wacken Metal Battle: Flösuþeytarar etja kappi á laugardag um að fá að spila í fyrirheitna landinu

Wacken Metal Battle: Flösuþeytarar etja kappi á laugardag um að fá að spila í fyrirheitna landinu
Fókus
Í gær

Sjáðu VÆB æfa á stóra sviðinu í Sviss

Sjáðu VÆB æfa á stóra sviðinu í Sviss
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu stjörnurnar á Met Gala 2025

Sjáðu stjörnurnar á Met Gala 2025
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsathöfnin sem hún hataði mest með Hugh Hefner

Kynlífsathöfnin sem hún hataði mest með Hugh Hefner