fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fókus

Fagnað í heimabæ Melaniu Trump

Kolbrún Bergþórsdóttir
Mánudaginn 21. nóvember 2016 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í heimabæ Melaniu Trump, Sevnica í Slóveníu, eru íbúar stoltir af sinni konu sem ólst þar upp. Þegar hefur orðið vart við aukinn ferðamannastraum og sjá má spjöld með áletrunum á borð við: „Velkomin til lands forsetafrúarinnar.“ Bæjarstjórinn segist vonast til að nýi forsetinn og forsetafrúin heimsæki bæinn.

Melania ólst ekki upp við ríkidæmi, það þótti vera lúxus þegar hún fékk kókakólaflösku á 14 ára afmælisdaginn sinn. Hún fór í nám í arkitektúr en hætti eftir ár og gerðist módel í New York og Mílanó. Í ljósmyndatöku fyrir tímaritið GQ sat hún fyrir nakin, nokkuð sem engin önnur forsetafrú Bandaríkjanna hefur á ferilskrá sinni. Kunningi hennar frá þessum tíma segir hana hafa verið feimna og bókelska stúlku sem hafði gaman af að horfa á Friends.

Melania hitti Donald Trump þegar hún var 28 ára gömul og þau giftust árið 2005. Það tók hálft ár að gera brúðkaupskjól hennar. Bill og Hillary Clinton voru meðal gesta í brúðkaupinu. Sonurinn Barron fæddist ári síðar. Foreldrar Melaniu búa mestan hluta ársins í Trump-turninum í New York, en faðirinn er bílasölumaður og fyrrverandi meðlimur kommúnistaflokks Júgóslavíu. Sagan segir að hann erfi gömul föt tengdasonar síns, en þau munu ekki vera neitt slor.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lára og lyfjaprinsinn eignuðust dóttur

Lára og lyfjaprinsinn eignuðust dóttur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sex ára dóttir Diljár fékk einstaka gjöf – ,,Meyra og tárvota mamman er svo þakklát“

Sex ára dóttir Diljár fékk einstaka gjöf – ,,Meyra og tárvota mamman er svo þakklát“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Smáatriði í mynd af Justin Bieber á Íslandi veldur fjaðrafoki

Smáatriði í mynd af Justin Bieber á Íslandi veldur fjaðrafoki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Vinn í sálinni, huganum og rassinum“

Vikan á Instagram – „Vinn í sálinni, huganum og rassinum“