fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Fókus

Fagnað í heimabæ Melaniu Trump

Kolbrún Bergþórsdóttir
Mánudaginn 21. nóvember 2016 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í heimabæ Melaniu Trump, Sevnica í Slóveníu, eru íbúar stoltir af sinni konu sem ólst þar upp. Þegar hefur orðið vart við aukinn ferðamannastraum og sjá má spjöld með áletrunum á borð við: „Velkomin til lands forsetafrúarinnar.“ Bæjarstjórinn segist vonast til að nýi forsetinn og forsetafrúin heimsæki bæinn.

Melania ólst ekki upp við ríkidæmi, það þótti vera lúxus þegar hún fékk kókakólaflösku á 14 ára afmælisdaginn sinn. Hún fór í nám í arkitektúr en hætti eftir ár og gerðist módel í New York og Mílanó. Í ljósmyndatöku fyrir tímaritið GQ sat hún fyrir nakin, nokkuð sem engin önnur forsetafrú Bandaríkjanna hefur á ferilskrá sinni. Kunningi hennar frá þessum tíma segir hana hafa verið feimna og bókelska stúlku sem hafði gaman af að horfa á Friends.

Melania hitti Donald Trump þegar hún var 28 ára gömul og þau giftust árið 2005. Það tók hálft ár að gera brúðkaupskjól hennar. Bill og Hillary Clinton voru meðal gesta í brúðkaupinu. Sonurinn Barron fæddist ári síðar. Foreldrar Melaniu búa mestan hluta ársins í Trump-turninum í New York, en faðirinn er bílasölumaður og fyrrverandi meðlimur kommúnistaflokks Júgóslavíu. Sagan segir að hann erfi gömul föt tengdasonar síns, en þau munu ekki vera neitt slor.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Mætti með 19 árum yngri kærustuna upp á arminn

Mætti með 19 árum yngri kærustuna upp á arminn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Birti óræð skilaboðum nokkrum dögum fyrir sambandsslitin

Birti óræð skilaboðum nokkrum dögum fyrir sambandsslitin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rifjar upp þegar hún smurði samlokur fyrir vændiskonur Charlie Sheen

Rifjar upp þegar hún smurði samlokur fyrir vændiskonur Charlie Sheen
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kristbjörg: „Að heyra í sprengjunum var óraunverulegt og skelfilegt“

Kristbjörg: „Að heyra í sprengjunum var óraunverulegt og skelfilegt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Heimspekingur fullyrðir að það sé vissulega líf eftir dauðann og rekur ferðalagið sem bíður okkar

Heimspekingur fullyrðir að það sé vissulega líf eftir dauðann og rekur ferðalagið sem bíður okkar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Leikarinn fór í fitusog eftir að vændiskona særði tilfinningar hans með einu orði

Leikarinn fór í fitusog eftir að vændiskona særði tilfinningar hans með einu orði