fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Forseti Miss Grand International: Arna Ýr virtist vera „grennri og fallegri“ á myndum

Nawat Itsaragrisil svarar fyrir sig – Gagnrýnir Örnu Ýr

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 26. október 2016 11:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forseti Miss Grand International, fegurðarsamkeppninnar sem Arna Ýr Jónsdóttir sagði sig frá á dögunum, viðurkennir að starfsfólk keppninnar hafi ráðlagt Örnu að léttast áður en að sjálfu úrslitakvöldinu kæmi. Þetta segir Itsaragrisil í samtali við breska blaðið Independent.

Arna Ýr tilkynnti sem kunnugt er að hún væri hætt keppni vegna athugasemda um holdafar sitt frá forsvarsmönnum keppninnar. Arna sagði frá því hvernig henni var bannað að fá sér hádegismat og hvernig hún var stöðvuð þegar hún ætlaði að fá sér hnetur og sagt að þær væru ekki fyrir hana. Úrslitakvöldið fór fram í Las Vegas á sunnudag.

Í samtali við Independent segir forseti keppninnar, Nawat Itsaragrisil, að allir keppendur hefðu þurft að leggja hart að sér í aðdraganda keppninnar. Segir hann að Arna Ýr hafi virkað „grennri og fallegri“ á myndum en hún gerði í raun og veru.

„Hún spurði ákveðinna spurninga og leitaði ráða frá starfsfólki keppninnar. Þeir svöruðu henni hreinskilningslega á þá leið að hún væri ef til vill of feit og mæltu með, í góðu, að hún reyndi að léttast til að auka líkurnar á sigri í keppninni,“ segir Itsaragrisil.

Hann segir að starfsfólk og aðstandendur keppninnar hafi gefið öðrum þátttakendum svipuð skilaboð. „Alveg frá byrjun keppninnar hefur hún verið mjög áhugasöm og hún er frábær manneskja. Allir í kringum keppnina hafa haft gaman af því að vinna með henni,“ segir hann. Hann bætir við að Arna hafi sýnt gamlar myndir af sér áður en að keppninni kom þar sem Arna virtist vera í betra formi. Hann hafi ekki skilið tilganginn með því enda snúist keppnin um útlit keppenda í dag en ekki útlit þeirra áður.

Itsaragrisil gagnrýnir þá ákvörðun Örnu að yfirgefa keppnina harðlega. Hann segir að út frá öryggissjónarmiðum hafi keppendum ekki verið leyft að yfirgefa hótelið sem þeir dvöldu á. Arna Ýr sagði frá því í bréfi að hún ætlaði ekki að taka þátt í lokakeppninni og segir Itsaragrisil að það hefði komið skipuleggjendum í opna skjöldu.

„Hún virðist fara algjörlega eftir eigin sannfæringu og gera það sem henni sýnist, án þess að fara eftir þeim reglum sem settar eruvoru.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvað varð um leikkonuna úr Shining sem sneri baki við Hollywood? – „Ég var stjarna“

Hvað varð um leikkonuna úr Shining sem sneri baki við Hollywood? – „Ég var stjarna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“