fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Fókus

Játningar Bruce Springsteen

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 2. október 2016 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bruce Springsteen sendi á dögunum frá sér endurminningar sínar, Born to Run. Bókin hefur vakið mikla athygli, hún er rúmar 500 blaðsíður og Springsteen var níu ár að skrifa hana.

Þar kemur fram að hann átti óhamingjusama æsku, var lagður í einelti í skóla og heimilisaðstæður voru ekki upp á hið besta því faðir hans sinnti honum lítið sem ekkert.

Faðirinn barðist við andleg veikindi sem versnuðu með árunum. „Hann elskaði mig en þoldi mig ekki,“ segir Springsteen í bókinni og segir að allan uppvöxt sinn hafi faðir hans alls sagt minna en 1.000 orð við hann.

Sjálfur á Springsteen þrjú börn og segist hafa lofað sjálfum sér að hann myndi sinna börnum sínum, ólíkt föðurnum. Springsteen hefur þjáðst af þunglyndi og segir að á tímabili hafi allt líf hans stefnt í ranga átt þar sem hann var heltekinn af kvíða. Sálfræðimeðferð og þunglyndislyf hafi gert honum kleift að ná tökum á lífi sínu. Hann þakkar einnig konu sinni, Patti, sem hann hefur verið kvæntur síðan 1991, fyrir að hafa staðið með sér í gegnum alla erfiðleikana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

5 strangar reglur sem stjörnurnar þurfa að fylgja á Met Gala

5 strangar reglur sem stjörnurnar þurfa að fylgja á Met Gala
Fókus
Í gær

Sjáðu stjörnurnar á Met Gala 2025

Sjáðu stjörnurnar á Met Gala 2025
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sex ára dóttir Diljár fékk einstaka gjöf – ,,Meyra og tárvota mamman er svo þakklát“

Sex ára dóttir Diljár fékk einstaka gjöf – ,,Meyra og tárvota mamman er svo þakklát“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sálfræðingur segir að Harry Bretaprins þurfi hjálp eftir umdeilt viðtal

Sálfræðingur segir að Harry Bretaprins þurfi hjálp eftir umdeilt viðtal
Fókus
Fyrir 3 dögum

Náði ekki fyrsta laxinum þetta árið

Náði ekki fyrsta laxinum þetta árið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Týndi sér í móðurhlutverkinu: „Ég fann að ég þyrfti núna að staldra aðeins við og hugsa hvað vil ég, hver er ég“

Týndi sér í móðurhlutverkinu: „Ég fann að ég þyrfti núna að staldra aðeins við og hugsa hvað vil ég, hver er ég“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Justin Bieber virðist reykja kannabis á Íslandi – Sjáðu myndirnar

Justin Bieber virðist reykja kannabis á Íslandi – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kanye deilir hrollvekjandi færslu um að hann sé „drottnari“ Biöncu

Kanye deilir hrollvekjandi færslu um að hann sé „drottnari“ Biöncu