fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Fókus

Grant þolir ekki sjálfan sig á hvíta tjaldinu

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 2. október 2016 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugh Grant var hógværðin uppmáluð þegar hann tók við heiðursverðlaunum, Golden Icon Award, í Zurich, fyrr í vikunni. Grant hefur fengið gríðarlega góða dóma fyrir leik sinn í myndinni Florence Foster Jenkins þar sem hann leikur á móti Meryl Streep sem sömuleiðis hefur fengið lof fyrir leik sinn. Myndin fjallar um gjörsamlega hæfileikalausa en auðuga konu sem leigir Carnegie Hall til að halda þar óperutónleika. Grant leikur eiginmann hennar.

Grant ber mikið lof á Streep og kallar hana sannan snilling. Hann sagði að það hefði verið ógnvekjandi tilhugsun að leika á móti leikkonu sem hefði verið tilnefnd 19 sinnum til Óskarsverðlauna og bætti við: „En ef maður spilar tennis á móti Roger Federer þá spilar maður betur en venjulega.“ Leikarinn er þekktur fyrir að gera miklar kröfur til sjálfs sín og er mikill fullkomnunarsinni. Hann segist ekki þola að sjá sig á hvíta tjaldinu. „Það er eins og þegar maður hlustaði á eigin rödd á símsvara í gamla daga, manni varð ómótt. Og að horfa á sjálfan sig í mynd er 50 sinnum verra,“ segir hann.

Grant, sem er 56 ára, segist vera orðinn of gamall til að leika í rómantískum gamanmyndum, hann kunni best við að leika illmenni eða flókna persónuleika, eins og hann gerir í Florence Foster Jenkins. Hann segist hafa lært mikið af því að leika í þeirri mynd og nefnir einnig About a Boy sem lærdómsríka reynslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna
Fókus
Í gær

Stóru spurningunni svarað: Á að skola sveppi fyrir eldun?

Stóru spurningunni svarað: Á að skola sveppi fyrir eldun?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Linda Pé: „Það var ein af mest mótandi ákvörðunum sem ég tók sem ung kona“

Linda Pé: „Það var ein af mest mótandi ákvörðunum sem ég tók sem ung kona“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ferðamaður sýnir muninn á Íslandi í raunveruleikanum og á Instagram

Ferðamaður sýnir muninn á Íslandi í raunveruleikanum og á Instagram
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi eiginkonan rýfur þögnina um Justin Trudeau og Katy Perry

Fyrrverandi eiginkonan rýfur þögnina um Justin Trudeau og Katy Perry
Fókus
Fyrir 3 dögum

Patrekur Jaime fagnar stórum áfanga

Patrekur Jaime fagnar stórum áfanga
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hversu vel þekkir þú þessi íslensku orð? – Taktu prófið!

Hversu vel þekkir þú þessi íslensku orð? – Taktu prófið!
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Lifi fjölbreytnin

Bókaspjall: Lifi fjölbreytnin