fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Fókus

Dylan Rieder er látinn

Fyrirsætan og hjólabrettakappinn varð að játa sig sigraðan í baráttunni gegn hvítblæði

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 13. október 2016 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjólabrettaheimurinn syrgir nú andlát Dylans Rieder sem lést eftir baráttu við hvítblæði í gær. Rieder var atvinnumaður á hjólabretti og starfaði auk þess sem fyrirsæta þar sem hann sat meðal annars fyrir á myndum með ofurfyrirsætunni Cöru Delevingne.

Rieder hóf hjólabrettaiðkun sína þegar hann var níu ára og vakti snemma mikla athygli fyrir hæfileika sína. Hann varð atvinnumaður átján ára og var meðal annars samningsbundinn fatafyrirtækinu Quiksilver. Dylan var tuttugu og átta ára þegar hann lést.

Fjölmargir nafntogaðir einstaklingar hafa minnst þessa öfluga íþróttamanns, meðal þeirra er Tony Hawk og fyrrnefnd fyrirsæta, Cara Delevingne. „Hann var ljúfur, einstaklega jarðbundinn og ein ótrúlegasta manneskja sem ég hef kynnst,“ sagði Cara.

Hér að neðan má sjá myndband af flottum tiþrifum Dylans.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=yM9H0i1Vls4&w=560&h=315]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

5 strangar reglur sem stjörnurnar þurfa að fylgja á Met Gala

5 strangar reglur sem stjörnurnar þurfa að fylgja á Met Gala
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu stjörnurnar á Met Gala 2025

Sjáðu stjörnurnar á Met Gala 2025
Fókus
Fyrir 4 dögum

Náði ekki fyrsta laxinum þetta árið

Náði ekki fyrsta laxinum þetta árið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Týndi sér í móðurhlutverkinu: „Ég fann að ég þyrfti núna að staldra aðeins við og hugsa hvað vil ég, hver er ég“

Týndi sér í móðurhlutverkinu: „Ég fann að ég þyrfti núna að staldra aðeins við og hugsa hvað vil ég, hver er ég“