fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Fókus

Poldark verður að átta sig!

Kolbrún Bergþórsdóttir
Þriðjudaginn 11. október 2016 09:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Poldark verður betri með hverri vikunni. Síðasti þáttur var nokkuð magnaður og mjög viðburðaríkur. Þar sást Francis, frændi Poldarks og eiginmaður Elísabetar, berjast fyrir lífi sínu í vatni. Maður var að vona að Poldark kæmi á vettvang og bjargaði honum á síðustu stundu. En þar sem gömul kona hafði nokkru áður lagt spil og séð í þeim yfirvofandi harmleik átti maður fremur von á að Francis myndi deyja. Þannig fór og Elísabet grét í örmum Poldarks, fyrrverandi unnusta síns sem hún hefur aldrei hætt að elska. Sennilega mun hún jafna sig tiltölulega fljótt á sviplegum dauða eiginmanns síns. Allavega virðist ljóst að Demelza, eiginkona Poldarks, hafi ástæðu til að hafa áhyggjur því sitthvað er í gangi milli Poldarks og Elísabetar.

Nýjar persónur hafa nýlega mætt til leiks í Poldark. Ein þeirra er rík og falleg aðalskona. Hún virtist við fyrstu kynni vera kaldlynd og útsmogin en þar var ekki allt sem sýndist. Hún kynntist góðum og fátækum lækni og þau elska hvort annað. Maður vonar að þar fari allt vel, en veit um leið að engu er hægt að treysta í þeim efnum.

Poldark mun halda áfram að gleðja okkur um sinn. Fátt jafnast á við gott búningadrama þar sem í gangi eru heitar ástir, miklar tilfinningar og barátta við illa þenkjandi fólk. Ýmislegt bendir til að hagur Poldarks sé að vænkast og vonandi mun hann um leið átta sig á því hversu mikla gersemi hann á í konu sinni. Elísabet er ágæt, en Demelza er enn merkilegri manneskja. Hún á ekki skilið að eiga eiginmann sem er með hugann við aðra konu. Poldark verður að átta sig!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

5 strangar reglur sem stjörnurnar þurfa að fylgja á Met Gala

5 strangar reglur sem stjörnurnar þurfa að fylgja á Met Gala
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu stjörnurnar á Met Gala 2025

Sjáðu stjörnurnar á Met Gala 2025
Fókus
Fyrir 4 dögum

Náði ekki fyrsta laxinum þetta árið

Náði ekki fyrsta laxinum þetta árið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Týndi sér í móðurhlutverkinu: „Ég fann að ég þyrfti núna að staldra aðeins við og hugsa hvað vil ég, hver er ég“

Týndi sér í móðurhlutverkinu: „Ég fann að ég þyrfti núna að staldra aðeins við og hugsa hvað vil ég, hver er ég“