fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Fókus

Tom Hanks dáist að konu sinni

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 9. október 2016 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýjasta mynd Toms Hanks er Inferno sem byggð er á sögu Dan Brown, en þar fer hann í þriðja sinn með hlutverk háskólaprófessorsins Roberts Langdon. Leikarinn hefur mætt í viðtöl vegna kvikmyndarinnar en þar hefur hann ekki bara verið spurður um myndina heldur einnig veikindi konu sinnar, Ritu Wilson. Wilson greindist með krabbamein árið 2014 og fór í brjóstnám. Hanks, sem hefur verið stoð og stytta eiginkonu sinnar í veikindum hennar, gerir ekki mikið úr sínum þætti. „Hlutverk mitt var að sýna stuðning og hlýju, ef maður getur það ekki þá er maður heigull,“ segir hann og bætir við: „Eiginmaður konu sem berst við krabbamein er ekki hugrakkur. Sá hugrakki er einstaklingurinn sem berst. Það eina sem ég get gert er að hneigja mig í auðmýkt fyrir hugrekki konu minnar.“

Hjónin hafa verið gift frá árinu 1988 og leikið saman í kvikmyndum. Þess má geta að miklar líkur eru taldar á að Hanks verði tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í kvikmyndinni Sully.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Óvissa með Cole Palmer
Fókus
Í gær

Hulk Hogan átti eiginkonu og tvö börn en aðeins eitt þeirra fær að erfa hann

Hulk Hogan átti eiginkonu og tvö börn en aðeins eitt þeirra fær að erfa hann
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jóhannes Haukur segir aðeins útvalda geta rist nafn sitt í frost

Jóhannes Haukur segir aðeins útvalda geta rist nafn sitt í frost
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi bryti bresku konungsfjölskyldunnar sviptir hulunni af fjölskyldudeilum og af hverju Harry á ekki afturkvæmt

Fyrrverandi bryti bresku konungsfjölskyldunnar sviptir hulunni af fjölskyldudeilum og af hverju Harry á ekki afturkvæmt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lepur ekki dauðann úr skel – Mánaðartekjur Spelling afhjúpaðar í skilnaðarpappírum

Lepur ekki dauðann úr skel – Mánaðartekjur Spelling afhjúpaðar í skilnaðarpappírum
Fókus
Fyrir 3 dögum

RÚV staðfestir þátttöku í Eurovision 2026 með fyrirvara

RÚV staðfestir þátttöku í Eurovision 2026 með fyrirvara
Fókus
Fyrir 3 dögum

Varst þú að kaupa gallaða fasteign? – Þetta getur þú gert

Varst þú að kaupa gallaða fasteign? – Þetta getur þú gert
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – Ekki opinn fyrir skyndikynnum heldur bíður eftir alvöru ást

Vikan á Instagram – Ekki opinn fyrir skyndikynnum heldur bíður eftir alvöru ást
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég er ekki fullkominn“ – Frásögn sem er persónuleg, falleg og einlæg og skyldulesning fyrir alla

„Ég er ekki fullkominn“ – Frásögn sem er persónuleg, falleg og einlæg og skyldulesning fyrir alla