fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Fókus

Tom Hanks dáist að konu sinni

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 9. október 2016 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýjasta mynd Toms Hanks er Inferno sem byggð er á sögu Dan Brown, en þar fer hann í þriðja sinn með hlutverk háskólaprófessorsins Roberts Langdon. Leikarinn hefur mætt í viðtöl vegna kvikmyndarinnar en þar hefur hann ekki bara verið spurður um myndina heldur einnig veikindi konu sinnar, Ritu Wilson. Wilson greindist með krabbamein árið 2014 og fór í brjóstnám. Hanks, sem hefur verið stoð og stytta eiginkonu sinnar í veikindum hennar, gerir ekki mikið úr sínum þætti. „Hlutverk mitt var að sýna stuðning og hlýju, ef maður getur það ekki þá er maður heigull,“ segir hann og bætir við: „Eiginmaður konu sem berst við krabbamein er ekki hugrakkur. Sá hugrakki er einstaklingurinn sem berst. Það eina sem ég get gert er að hneigja mig í auðmýkt fyrir hugrekki konu minnar.“

Hjónin hafa verið gift frá árinu 1988 og leikið saman í kvikmyndum. Þess má geta að miklar líkur eru taldar á að Hanks verði tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í kvikmyndinni Sully.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna
Fókus
Í gær

Stóru spurningunni svarað: Á að skola sveppi fyrir eldun?

Stóru spurningunni svarað: Á að skola sveppi fyrir eldun?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Linda Pé: „Það var ein af mest mótandi ákvörðunum sem ég tók sem ung kona“

Linda Pé: „Það var ein af mest mótandi ákvörðunum sem ég tók sem ung kona“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ferðamaður sýnir muninn á Íslandi í raunveruleikanum og á Instagram

Ferðamaður sýnir muninn á Íslandi í raunveruleikanum og á Instagram
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi eiginkonan rýfur þögnina um Justin Trudeau og Katy Perry

Fyrrverandi eiginkonan rýfur þögnina um Justin Trudeau og Katy Perry
Fókus
Fyrir 3 dögum

Patrekur Jaime fagnar stórum áfanga

Patrekur Jaime fagnar stórum áfanga
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hversu vel þekkir þú þessi íslensku orð? – Taktu prófið!

Hversu vel þekkir þú þessi íslensku orð? – Taktu prófið!
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Lifi fjölbreytnin

Bókaspjall: Lifi fjölbreytnin