fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Chris Brown handtekinn eftir umsátur lögreglu: Sagður hafa miðað byssu á fegurðardrottningu

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 31. ágúst 2016 07:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski tónlistarmaðurinn Chris Brown var handtekinn í Los Angeles í gærkvöldi eftir að hálfgert umsátursástand skapaðist við heimili hans. Brown er sagður hafa ráðist vopnaður á konu að nafni Baylee Curran á heimili sínu, en Baylee þessi vann keppnina ungfrú Kalifornía 2016.

Brown er meðal annars sagður hafa miðað byssu á konuna. Lögregla var kölluð á staðinn um miðjan dag í gær að íslenskum tíma, en það var ekki fyrr en eftir miðnætti að lögreglu tókst að handtaka hann eftir að hann gaf sig fram. Er ástæðan sögð vera sú að lögregla hafði ekki húsleitarheimild og Brown hafði engan áhuga á að gefa sig fram við lögreglu. Hann var að lokum leiddur á brott og settur upp í lögreglubíl. Brown virtist rólegur þegar hann ræddi við lögreglu eftir að hann gaf sig fram.

Baylee er sögð hafa dáðst að skartgripum vinar Brown og það virðist hafa farið illa í tónlistarmanninn.

Samkvæmt lögum í Kaliforníu gæti Brown átt yfir höfði sér fjögurra ára fangelsi, en árásir með hættulegum vopnum eru litnar alvarlegum augum þar. Brown komst í fréttirnar fyrir nokkrum árum þegar hann réðist á þáverandi kærustu sína, tónlistarkonuna Rihönnu. Hann var sakfelldur fyrir þá árás og mátti samkvæmt dómnum ekki hafa skotvopn undir höndum. Svo virðist vera sem hann hafi virt bannið að vettugi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvað varð um leikkonuna úr Shining sem sneri baki við Hollywood? – „Ég var stjarna“

Hvað varð um leikkonuna úr Shining sem sneri baki við Hollywood? – „Ég var stjarna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“