fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Erfiði gaurinn á ritstjórninni

Atli Fannar fann loksins farveg fyrir sköpunargleðina

Ritstjórn DV
Laugardaginn 30. júlí 2016 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kannski er Atli Fannar Bjarkason einhvers konar undrabarn í fjölmiðlum. Hann byrjaði ungur að skrifa fréttir, fyrir hálfgerða rælni, því hann fékk ekki vinnu sem námsráðgjafi í grunnskóla, ómenntaður pilturinn. Í dag stýrir hann Nútímanum sem er algjört spútnikfyrirbæri í íslenskum fjölmiðlaheimi. Ragnheiður Eiríksdóttir hitti Atla Fannar og ræddi við hann um velgengnina og hvernig það er að lifa með höfuðið fullt af hugmyndum.

Farvegur fyrir sköpunargleði

Eins og gefur að skilja vinnur Atli nánast allan sólarhringinn. Hann er þó að ljúka ráðningu á fyrsta blaðamanninum, og segir að þá fyrst geti hann farið að kalla Nútímann alvöru miðil.

„Ég er ekki búinn að taka mér heilan frídag frá því í ágúst 2014. Þetta hefur verið mikil vinna en afskaplega skemmtileg, því ég er loksins búinn að finna mér farveg sem mig hefur alltaf dreymt um fyrir sköpunargleðina. Ég hef alltaf verið örlítið erfiður inni á ritstjórnum, því ég fæ mikið af hugmyndum og verð pirraður ef ég kem þeim ekki öllum í framkvæmd. Þess vegna var líklega dálítið leiðinlegt að vera yfirmaður minn. Ég var alltaf að koma með hugmyndir sem hentuðu kannski ekki miðlinum. Maður getur til dæmis ekki gert hvað sem er inni á Fréttablaðinu sem er bara stofnun. Nú ræð öllu og get gert það sem ég vil og fundið út hvernig það virkar. Fólk skoðar og dreifir því sem er skemmtilegt og virkar vel og það er mjög gaman að sjá þetta allt gerast í rauntíma.“

Nýr tónn

Á Nútímanum má segja að kveði við nýjan tón í íslenskri netfréttamennsku. Stíllinn er knappur og hraðinn meiri en á mörgum eldri miðlum.

Ég held mig við minn stíl, hann er knappur, stundum dálítið galgopalegur eða jafnvel stríðinn, en þó alvarlegur þegar það á við.

„Þetta var stefnan frá byrjun. Ég hugsaði með mér að ef ég ætlaði að vera einn í þessu þá þyrfti ég að geta skrifað margar fréttir og látið líta út fyrir að fleiri en einn maður væri á bak við vefinn. En ég þarf að velja og hafna. Ég get til dæmis ekki skrifað stórar fréttaskýringar eða kafað djúpt í málin. Að auki finnst mér aðrir á Íslandi gera það mjög vel. Einhvern tímann sat ég fyrirlestur þar sem markaðsstjóri Domino’s sagði eitthvað á þá leið að ef maður gæti ekki gert eitthvað jafn vel eða betur en aðrir ætti maður bara að sleppa því. Þetta hefur verið mitt leiðarstef. Ef ég get til dæmis ekki sinnt íþróttum jafn vel eða betur en aðrir, þá er betra að sleppa því. Ég held mig við minn stíl, hann er knappur, stundum dálítið galgopalegur eða jafnvel stríðinn, en þó alvarlegur þegar það á við. Ég vildi reyna að slá nýjan tón og vera dálítið öðruvísi. Markmiðið er að fólk sjái strax að eitthvað sé af Nútímanum – þekki efnið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði
Fókus
Í gær

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“