fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fókus

Vilja þakka stuðninginn

Adam Williams kemur í október í boði stuðningsmanna íslenska landsliðsins

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 26. júlí 2016 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við viljum þakka honum fyrir stuðninginn við íslenska landsliðið á Evrópumótinu,“ segir Hannes Freyr Sigurðsson, sem fer fyrir söfnun fyrir Adam Williams og konu hans Catherine sem geri þeim kleift að koma til landsins. Adam er 26 ára gamall lögregluþjónn frá London sem varð fyrir lífshættulegri hnífaárás í París þann 3. júlí síðastliðinn, eftir leik Íslands og Frakklands á Evrópumótinu.

Adam er stuðningsmaður íslenska liðsins, en árásarmaðurinn stakk hann tvisvar í kviðinn með steikarhníf. Adam er enn á sjúkrahúsi og verður frá vinnu næstu tvo mánuðina hið minnsta.

Hann kemur hingað til lands í boði Tólfunnar, fyrirtækja og velgjörðarmanna í október og fara þau Catherine meðal annars á leik á Laugardalsvelli þar sem Ísland mætir Finnlandi í undankeppni HM. Söfnun var hleypt af stokkunum síðasta föstudag í tilefni þessa.

Þegar hafa mörg fyrirtæki lagt söfnuninni lið og hafa hjónin fengið gefins farseðla hingað til lands, gistingu og fleira. Adam hefur óskað eftir því að helmingur þeirra fjármuna sem safnast verði gefinn til innlendra góðgerðarmála, nánar tiltekið til Barnaspítala Hringsins og til Landsbjargar.

Hannes segir að það sé helst af Adam að frétta að hann sé enn á sjúkrahúsi, en bataferlið gangi ágætlega. Hann sé byrjaður að ganga stuttar vegalengdir, en þurfi góðan tíma til að jafna sig eftir árásina.
Þeim sem vilja aðstoða Adam og Catherine er bent á söfnun Tólfunnar.

Reikningsnúmerið er 515-14-411483 og kennitalan er 521113-0650 en reikningurinn er á nafni Tólfunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“
Fókus
Í gær

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sigríður Dögg í óheppilegum árekstri við hunangsflugu – Á lífi en særð eftir atganginn

Sigríður Dögg í óheppilegum árekstri við hunangsflugu – Á lífi en særð eftir atganginn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hvetur fólk til að skipta út þessu orði: „Hættum að afsaka okkur í sífellu“

Hvetur fólk til að skipta út þessu orði: „Hættum að afsaka okkur í sífellu“