fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Kynning

Þýskar hefðir blandast vel við íslenskt hugvit og vatn

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 30. desember 2017 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brugghús Steðja er fjölskyldufyrirtæki sem staðsett er á jörðinni Steðja í Borgarfirði. Fyrirtækið var stofnað árið 2012 og er því fimm ára. Að sögn Dagbjartar Arilíussonar hjá Steðja er þýskur bruggmeistari á meðal þess sem gefur fyrirtækinu sérstöðu:

„Við erum með þýskan bruggmeistara sem hefur verið hjá okkur frá upphafi og er alfluttur til Íslands. Það eru mikil fræði á bak við bruggun á góðum bjór í Þýskalandi og þetta er margra alda gömul hefð. Ég fullyrði að hann er einn best menntaði bruggarinn á Íslandi. Bjórarnir okkar einkennast af þýskum grunni en svo bætist ofan á hann íslenskt hugvit og íslenska vatnið sem er heimsins besta vatn,“ segir Dagbjartur.

„Það sem einkennir þýska bjóra er að þeir eru án viðbætts sykurs og gildir það um alla bjórana okkar. Þetta er náttúruleg bruggun sem tekur lengri tíma. Hvítur sykur er ekki leyfilegur innan veggja Steðja og allir okkar drykkir eru því lausir við hann.“

Límonaðidrykkurinn Alda

Sífelld vöruþróun einkennir Steðja og ein frumleg afurð er límonaðidrykkurinn Alda sem kom á markaðinn í fyrra: „Þetta er samstarfsverkefni okkar og fyrirtækis sem heitir Codland, sem er staðsett í Sjávarklasanum. Þeir eru að framleiða kollagen-prótein úr þorskroði. Þetta er nýjung til að nýta afurðina enn betur. Við blöndum kollagen-próteinum í sykurlaust límonaði sem er okkar uppskrift og í hverri flösku af Öldu eru fimm grömm af próteini, sem er mjög hátt gildi.
Þessi drykkur er líka hitaeiningasnauður vegna þess að það er enginn viðbættur sykur í honum en þess í stað er hann sættur með náttúrulegum sykri, stevíu. Þetta er sannkallaður heilsudrykkur,“ segir Dagbjartur.

Alda er til sölu í Nettó-Samkaupum, Bláa lóninu og á völdum veitingastöðum. Drykkurinn er að mælast mjög vel fyrir erlendis og er við það að ryðjast inn á erlendan markað. Má einnig búast við því að hann verði seldur í mun fleiri verslunum á Íslandi á næstunni.

Gestastofan ber hróður Steðja um heiminn

Síðasta sumar opnaði Steðji gestastofu sem hefur mælst mjög vel fyrir hjá erlendum ferðamönnum, ekki síst Bandaríkjamönnum, þar sem rík hefð er fyrir því að litlir aðilar í bruggun hafi opið hús þar sem áhugasamir geta kynnt sér framleiðsluna og fengið að smakka. „Borgarfjörðurinn er ört vaxandi ferðaþjónustusvæði og við erum í mekka túrismans þar. Hingað koma allra þjóða kvikindi sem bera orðspor okkar til heimalandsins og hafa valdið því að útflutningur á okkar vörum hefur aukist,“ segir Dagbjartur.

Gestastofan er opin alla daga nema sunnudaga frá kl. 13 til 17.

Hvalabjór

Ein eftirtektarverðasta afurðin hjá Steðja er hvalabjór sem er kallaður brjálaðasti bjór í heimi. Núna er þorrinn handan við hornið og verður þá í boði ný tegund af hvalabjórnum. „Við höfum verið með bjór sem er bruggaður úr taðreyktum hvalseistum, en sá nýi er bruggaður úr hvalseistum sem sýrð eru í Kambucha, sem er vinsælt heilsu-ger erlendis. Það verður því líka súrpungabjór fyrir þennan þorra. Þarna sameinast þýsku gæðin og íslenska sköpunargáfan sem aldrei fyrr,“ segir Dagbjartur.

Nánar má lesa um starfsemi Steðja á vefsíðunni stedji.com.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea