fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Um áráttu og þráhyggjuröskun

Fólk sem haldið er áráttu- og þráhyggjuröskun er ákaflega upptekið af reglusemi og smámunum.

Margrét Gústavsdóttir
Mánudaginn 27. nóvember 2017 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir hafa heyrt talað um O.C.D eða „obsessive compulisive disorder“. Á íslensku er þetta kallað áráttu- og þráhyggjuröskun og flokkast sem persónuleikaröskun svokölluð eða „personality disorder“ á ensku.

Til eru alþjóðleg flokkunarkerfi sem greina gerðir persónuleikaraskana. Algengustu persónuleikaraskanirnar eru til dæmis andfélagsleg persónuleikaröskun (antisocial), jaðar persónuleikaröskun (borderline), geðhrifa persónuleikaröskun (hystrionics), sjálflæg persónuleikaröskun (narcissistisk), passive-agressive persónuleikaröskun og að lokum þráhyggju- og áráttupersónuleikaröskun (obsessive-compulsive) en um hana ætlum við að fjalla lítillega um í þessari grein.

Fólk sem er haldið áráttu- og þráhyggjuröskun eða O.C.D er ákaflega upptekið af reglusemi og smámunum. Fullkomnunaráráttan lýsir sér meðal annars í því að fólk týnir sér í smáatriðunum, er mjög samviskusamt og yfirmáta fastheldið.

Manneskja með áráttu- og þráhyggjuröskun tekur vinnuna yfirleitt alltaf fram yfir tómstundir og vinatengsl, á erfitt með að henda eða losa sig við hluti og sankar oft að sér ýmsu dóti. Svona fólk er mjög varkárt í peningamálum og jafnvel nískt.

Eru ljósin örugglega slökkt?

Það er mikill munur á eðlilegri varkárni og varkárni manneskju sem er með þessa persónuleikaröskun.
Það er eðlilegt að vilja ganga úr skugga um hvort rafmagnstæki séu aftengd á kvöldin, hvort gleymst hafi að læsa útihurðinni og svo framvegis. Manneskja með áráttu- og þráhyggjuröskun er hins vegar heltekin af slíkum ótta. Kannar hvort ljósin séu slökkt mörgum sinnum á kvöldi og þvær sér um hendur oft á dag, eftir snertingu við fólk eða hluti. Þráhyggjan veldur því að sömu hugsanir leita síendurtekið upp í hugann, valda óþægindum, kvíða, sektarkennd eða jafnvel skömm. Áráttan lýsir sér í þörfinni fyrir að gera eitthvað aftur og aftur, stundum til að létta á þráhyggjutilfinningunni.

Munurinn á þráhyggjuáráttu sem persónuleikaröskun annars vegar, og hugsýki hins vegar, er fyrst og fremst hjá manneskju með persónuleikaröskun af þessu tagi má flokka hegðunina sem eins konar lífsstíl sem veldur ekki kvíða nema brugðið sé út af honum. Í hugsýkinni eru það einkennin (til dæmis sífelldur handþvottur) sem veldur sjúklingnum vanlíðan og óþægindum.

Hvað er til ráða?

Hugræn atferlismeðferð hefur gefið góða raun gegn áráttu- og þráhyggjuröskun. Þetta er ekki sálgreining, þar sem orsaka er leitað í fortíð, heldur reyna menn að skilja hegðun sína með því að kanna hugsanir, viðbrögð og atferli. Þetta er til dæmis gert með því að skrifa þessar ósjálfráðu hugsanir niður til að átta sig á þeim og í kjölfarið ná tökum á þeim með breyttu hegðunarmynstri og viðbrögðum.

Meðferðarhandbók í hugrænni atferlismeðferð má meðal annars nálgast á heimasíðu Reykjalundar undir slóðinni.

[http://ham.reykjalundur.is/medferdarhandbok/]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Lét sig hverfa ein og berfætt á Ítalíu – „Þegar ég skoða myndir af mér á þessum tíma þá sést alveg greinilega að ég er mjög veik“

Lét sig hverfa ein og berfætt á Ítalíu – „Þegar ég skoða myndir af mér á þessum tíma þá sést alveg greinilega að ég er mjög veik“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjaldséð sjón – Börn Matthew McConaughey orðin svo stór

Sjaldséð sjón – Börn Matthew McConaughey orðin svo stór
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður