fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
Fókus

Grill- og tónlistarhátíðin Kótelettan nær hámarki í dag – myndasyrpa frá föstudagskvöldinu

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 12. júlí 2025 12:20

Herra Hnetusmjör. Mynd: Mummi Lú.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grill- og tónlistarhátíðin Kótelettan nær hámarki í dag, laugardag, í stilltu og mildu veðri á Selfossi. Veðurspáin gerir ráð fyrir 16 stiga hita og Sigtúnsgarðurinn er tilbúinn fyrir sumarveisluna sem framundan er. Á dagskránni eru tívolí, markaður, kynningar, BBQ festival og Stóra grillsýningin. Þá verður einnig dagskrá á Sigtúnssviðinu þar sem VÆB, Lára og Ljónsi, Klara Einars, Hubba Bubba, Íþróttaálfurinn, Ívar og Hákon, BMX Bros, Gústi B og fleiri koma fram. Dagskráin hefst klukkan 13:00 og stendur til 16:00. Aðgangur er ókeypis alla helgina.

Mummi Lú myndaði stemninguna á föstudagskvöld.

Bent. Mynd: Mummi Lú.
VÆB. Mynd: Mummi Lú.
Bandmenn. Mynd: Mummi Lú.
Klara Einars. Mynd: Mummi Lú.
Bríet. Mynd: Mummi Lú.
Stefán Hilmarsson. Mynd: Mummi Lú.
Herbert Guðmundsson. Mynd: Mummi Lú.

Ráðherra grillar í dag – til styrktar SKB

Á sama tíma fer fram árleg kótelettusala til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna (SKB). Verkefnið er unnið í samstarfi við Kjarnafæði, Stjörnugrís, Ali, SS, Kjötbankann, Mömmumat, Char Broil og Olís. Heiðursgrillarar í ár verða meðal annars Hanna Katrín Friðriksson, matvælaráðherra. Kótelettusalan til styrktar SKB er orðinn órjúfanlegur hluti hátíðarinnar og hefur verið það um margra ára skeið.

VÆB. Mynd: Mummi Lú.
Birnir. Mynd: Mummi Lú.
Herra Hnetusmjör. Mynd: Mummi Lú.
Herra Hnetusmjör. Mynd: Mummi Lú.
Mynd: Mummi Lú.
Stefán Hilmarsson. Mynd: Mummi Lú.

Risatónleikar við Hvíta húsið í kvöld

Tónleikarnir í gærkvöldi tókust afar vel og spilað var langt fram undir morgun. Þar komu fram meðal annarra Bríet, Bandmenn, Stefán Hilmarsson, Helgi Björnsson, Hr. Hnetusmjör, Birnir, St. Pete, XXX Rottweiler, Hubba Bubba, Klara Einars, Háski og Izzi. Í kvöld heldur tónlistarveislan áfram við Hvíta húsið þar sem Friðrik Dór, Daníel Ágúst, Patr!k, Páll Óskar, Stuðlabandið, Nussun x Hugo, Gústi B, Tónhylur Akademía og sjálfur Björgvin Halldórsson stíga á svið ásamt nokkrum vel völdum leynigestum.

Herbert Guðmundsson. Mynd: Mummi Lú.
Mynd: Mummi Lú.
Mynd: Mummi Lú.
Lil Curly. Mynd: Mummi Lú.
Stefán Hilmarsson. Mynd: Mummi Lú.

Þakklæti frá skipuleggjendum

Skipuleggjendur vilja koma á framfæri innilegu þakklæti til allra gesta hátíðarinnar í gærkvöldi, sem skemmtu sér konunglega í blíðskaparveðri. Að sama skapi eru viðbragðsaðilum og öllu starfsfólki færðar sérstakar þakkir fyrir frábært kvöld.

„Þetta er fimmtán ára afmæli og vélin sem þessi hátíð er gengur alltaf betur og betur með hverju árinu,“ segir Einar Björnsson, stofnandi og skipuleggjandi hátíðarinnar. „Þetta gerist ekki af sjálfu sér og við fjölskyldan erum öllum afar þakklát. Í dag og í kvöld er fram undan glæsileg dagskrá sem ég vona að sem flestir nái að taka þátt í með okkur.“

Helgi Björnsson. Mynd: Mummi Lú.
Helgi Björnsson. Mynd: Mummi Lú.
Helgi Björnsson. Mynd: Mummi Lú.
Bandmenn. Mynd: Mummi Lú.
Bríet. Mynd: Mummi Lú.
Bríet. Mynd: Mummi Lú.
Bríet. Mynd: Mummi Lú.
Hljómsveitin Koppafeiti. Mynd: Mummi Lú.
Mynd: Mummi Lú.
Klara Einars. Mynd: Mummi Lú.
Mynd: Mummi Lú.
Blaz Roca. Mynd: Mummi Lú.
Blaz Roca. Mynd: Mummi Lú.
Blaz Roca. Mynd: Mummi Lú.
Klara Einars og Blaz Roca. Mynd: Mummi Lú.
Stefán Hilmarsson. Mynd: Mummi Lú.
Stefán Hilmarsson. Mynd: Mummi Lú.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Lítt þekkt ættartengsl: Gugga í gúmmíbát náskyld Þorsteini frá Hamri og Matta Matt

Lítt þekkt ættartengsl: Gugga í gúmmíbát náskyld Þorsteini frá Hamri og Matta Matt
Fókus
Í gær

Gospel hljómsveitin GIG gefur út nýtt lag sem miðlar trú, von og kærleika Guðs

Gospel hljómsveitin GIG gefur út nýtt lag sem miðlar trú, von og kærleika Guðs
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Glæsilegar gellur á Bridgerton-viðburði og hitað upp fyrir hrekkjavöku

Vikan á Instagram – Glæsilegar gellur á Bridgerton-viðburði og hitað upp fyrir hrekkjavöku
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Fjögur ár af ást“

„Fjögur ár af ást“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það hlýtur að vera ódýrara að borga vökvagjöf en að hafa okkur á örorku“

„Það hlýtur að vera ódýrara að borga vökvagjöf en að hafa okkur á örorku“
Fókus
Fyrir 3 dögum

The Legend of Springsteen til Íslands

The Legend of Springsteen til Íslands
Fókus
Fyrir 4 dögum

Arnar rekur 70 ára sögu íslenskrar dægurtónlistar

Arnar rekur 70 ára sögu íslenskrar dægurtónlistar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Er fyrirboðum um áform hulduafla plantað í dægurmenningu áður en þau raungerast?

Er fyrirboðum um áform hulduafla plantað í dægurmenningu áður en þau raungerast?