fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fókus

Lætur Ellen DeGeneres heyra það: „Þetta gerði mig svo reiða“

Fókus
Mánudaginn 23. júní 2025 14:30

Margaret Cho og Ellen DeGeneres. Myndir/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grínistinn Margaret Cho fer hörðum orðum um fyrrverandi spjallþáttastjórnandann og grínistann Ellen DeGeneres í hlaðvarpsþættinum Kelly Mantle Show.

Margaret segir að hún hefur þekkt Ellen lengi. „Þetta er svo skrýtið núna, almenningur sér hana meira í réttu… hún er illgjörn […] Hún var líka leiðinleg áður fyrr, en hún gat líka verið vingjarnleg.“

„Ég held að hún hafi alltaf haft einhverjar neikvæðar tilfinningar í minn garð því kærustum hennar líkaði alltaf vel við mig,“ segir Margaret.

„Ellen var mjög skrýtin.“

Margaret hitaði stundum upp fyrir Ellen á níunda áratugnum en Margaret segir að eftir að Ellen hafi fengið sinn eigin þátt hafi stirðnað á milli þeirra og að Ellen hafi látið eins og þær þekktust varla.

David Bowie viðtalið

Margaret sakar Ellen um að hafa klippt hluta af viðtali sem hún tók við tónlistarmanninn David Bowie, þar sem hann fór fögrum orðum um Margaret.

„Þetta var svo skrýtið,“ segir hún. Margaret hafði mætt í risastórum kínverskum keisarabúningi á tónleika hjá honum.

„Honum fannst það svo skemmtilegt og talaði heillengi um það. Og hún klippti það út, sem gerði mig svo reiða,“ segir hún.

„Framleiðandi þáttanna, sem er góður vinur minn, hringdi í mig og sagði: „Ég trúi ekki að hún gerði þetta, en hún klippti þetta úr þættinum. Þú þarft að vita að hann talaði endalaust um fötin þín. Hann elskar þig.““

„Ég veit ekki hvort þetta var persónulegt, kannski var þetta of langt fyrir útsendinguna, en samt, ég tek þessu persónulega því ég ákvað að gera það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Hann pikkaði mig upp á bar með línunni: Hef ég séð þig áður?“

„Hann pikkaði mig upp á bar með línunni: Hef ég séð þig áður?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bókinni ætlað að kynna börn fyrir veiði og gefa skjánum frí

Bókinni ætlað að kynna börn fyrir veiði og gefa skjánum frí
Fókus
Fyrir 3 dögum

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“