Aðdáendur tóku eftir því að kinnbeinin hennar væru mun meira áberandi en áður og hafa sumir sagt að leikkonan sé komin með „fylliefni í kinnbein eins og Madonna.“
‘Naturally beautiful’ Hilary Duff called out for ‘Madonna-esque cheek filler’: ‘Sad to see this’ https://t.co/kE3tdfogTX pic.twitter.com/tLQwf0ZkqK
— Page Six (@PageSix) May 8, 2025
Netverjar ræddu um málið á Reddit.
„Hún er svo náttúrulega falleg kona, leiðinlegt að sjá þetta,“ sagði einn.
„Ég veit að enginn vill eldast en ég get lofað því að hún leit betur út áður en hún fékk sér þessi fáránlegu fylliefni,“ sagði annar og þriðji bætti við: „Þú ert ekki unglegri, heldur eins og þú hafir borgað hálft verð á vafasömum stað.“
Duff hefur áður gengist við því að fara í bótox í viðtali árið 2022.
Hún er gift tónlistarmanninum Matthew Koma og eiga þau saman þrjár dætur. Hún á einnig soninn Luca, 13 ára, með fyrrverandi eiginmanni sínum, Mike Comrie.