fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Fókus

Wacken Metal Battle: Flösuþeytarar etja kappi á laugardag um að fá að spila í fyrirheitna landinu

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 7. maí 2025 15:05

Krownest unnu Wacken Metal Battle og stóðu sig með prýði á lokakeppninni ytra. Þeir koma fram á laugardag. Mynd/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hljómsveitarkeppnin Wacken Metal Battle fer fram á laugardag í Iðnó í Reykjavík. Sjö sveitir keppa til úrslita um að fá að spila fyrir hönd Íslands á Wacken Open Air í Þýskalandi í sumar, stærstu þungarokkshátíð veraldar.

Sjö sveitir keppa í ár og mun fjölskipuð alþjóðleg dómnefnd ásamt áhorfendum velja sigurvegarann. Sveitin sem vinnur mun etja kappi við 31 aðrar sveitir á tónlistarhátíðinni sem fram fer í júlílok og ágústbyrjun.

Þátttökusveitirnar í ár eru Alchemia, Gaddavír, Miskunn, Mucky Muck, Mørose, Sleeping Giant og Sót. 11 manna dómnefnd fór yfir umsóknirnar og valdi böndin. Önnur dómnefnd er síðan skipuð fyrir keppnina á laugardag, skipuð 8 erlendum og 7 innlendum dómurum. Áhorfendur hafa einnig atkvæðisrétt.

Hljómsveitin Krownest sigraði síðustu keppni fyrir tveimur árum síðan og hafnaði í 7. sæti á lokakeppninni ytra. Sveitin, sem gaf út sína fyrstu plötu í haust, mun koma fram í Iðnó á laugardag ásamt sérstökum gestum, Power Paladin.

„Power Paladin hefur verið gjörsamlega að springa út síðustu misseri sem frábært tónleikaband. Frammistaða þeirra á Sátunni í fyrra vakti gríðarlega hrifningu og er enn umtöluð hjá þeim sem vitni urðu að en bandið hefur einmitt ekki komið fram á Íslandi síðan þá,“ segir í tilkynningu keppnishaldara.

Húsið opnar klukkan 18:30 og Krownest opna dagskránna. Miðar eru seldir á Tix.

Styrktaraðilar keppninnar eru: Dordingull og Rás 2, en einnig Hljóðfærahúsið, Tónastöðin, Stúdíó Helvíti, Sundlaugin studíó og Xprent sem gefa vinninga í keppninni fyrir efstu 3 böndin.

Listinn yfir sigursveitir WMB á íslandi frá upphafi er eftirfarandi:

2009  Beneath
2010  Wistaria
2011  Atrum
2012  Gone Postal (heita Zhrine í dag)
2013  Ophidian I
2015  In the company of Men
2016  Auðn
2017  Une Misere
2019  Morpholith
2022  Múr
2023  Krownest
2025  ?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórleikari óþekkjanlegur á setti – Umdeildur sökum ásakana um framhjáhald, einelti og áreitni

Stórleikari óþekkjanlegur á setti – Umdeildur sökum ásakana um framhjáhald, einelti og áreitni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Áhrifavaldur viðurkennir að hafa logið að hún væri með krabbamein

Áhrifavaldur viðurkennir að hafa logið að hún væri með krabbamein
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ný raunveruleikastjarna vekur mikla athygli – En áhorfendur velta einu fyrir sér

Ný raunveruleikastjarna vekur mikla athygli – En áhorfendur velta einu fyrir sér
Fókus
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar hvernig henni tókst að léttast um 13,6 kíló á tæpum tveimur mánuðum

Afhjúpar hvernig henni tókst að léttast um 13,6 kíló á tæpum tveimur mánuðum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Allt breyttist hjá Dagbjörtu þann 2. desember – „Líf mitt hefur aldrei verið eins“

Allt breyttist hjá Dagbjörtu þann 2. desember – „Líf mitt hefur aldrei verið eins“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi