Hljómsveitarkeppnin Wacken Metal Battle fer fram á laugardag í Iðnó í Reykjavík. Sjö sveitir keppa til úrslita um að fá að spila fyrir hönd Íslands á Wacken Open Air í Þýskalandi í sumar, stærstu þungarokkshátíð veraldar.
Sjö sveitir keppa í ár og mun fjölskipuð alþjóðleg dómnefnd ásamt áhorfendum velja sigurvegarann. Sveitin sem vinnur mun etja kappi við 31 aðrar sveitir á tónlistarhátíðinni sem fram fer í júlílok og ágústbyrjun.
Þátttökusveitirnar í ár eru Alchemia, Gaddavír, Miskunn, Mucky Muck, Mørose, Sleeping Giant og Sót. 11 manna dómnefnd fór yfir umsóknirnar og valdi böndin. Önnur dómnefnd er síðan skipuð fyrir keppnina á laugardag, skipuð 8 erlendum og 7 innlendum dómurum. Áhorfendur hafa einnig atkvæðisrétt.
Hljómsveitin Krownest sigraði síðustu keppni fyrir tveimur árum síðan og hafnaði í 7. sæti á lokakeppninni ytra. Sveitin, sem gaf út sína fyrstu plötu í haust, mun koma fram í Iðnó á laugardag ásamt sérstökum gestum, Power Paladin.
„Power Paladin hefur verið gjörsamlega að springa út síðustu misseri sem frábært tónleikaband. Frammistaða þeirra á Sátunni í fyrra vakti gríðarlega hrifningu og er enn umtöluð hjá þeim sem vitni urðu að en bandið hefur einmitt ekki komið fram á Íslandi síðan þá,“ segir í tilkynningu keppnishaldara.
Húsið opnar klukkan 18:30 og Krownest opna dagskránna. Miðar eru seldir á Tix.
Styrktaraðilar keppninnar eru: Dordingull og Rás 2, en einnig Hljóðfærahúsið, Tónastöðin, Stúdíó Helvíti, Sundlaugin studíó og Xprent sem gefa vinninga í keppninni fyrir efstu 3 böndin.
Listinn yfir sigursveitir WMB á íslandi frá upphafi er eftirfarandi:
2009 Beneath
2010 Wistaria
2011 Atrum
2012 Gone Postal (heita Zhrine í dag)
2013 Ophidian I
2015 In the company of Men
2016 Auðn
2017 Une Misere
2019 Morpholith
2022 Múr
2023 Krownest
2025 ?