fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Fókus

Læknir varar fólk við því að pissa í sturtu

Fókus
Miðvikudaginn 7. maí 2025 21:30

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískur læknir sem sérhæfir sig í þvagfæralækningum hvetur þá sem venja sig á að pissa í sturtu til að láta af því undir eins.

Dr. Teresa Irwin heitir læknirinn og í myndbandi á TikTok, þar sem hún er með yfir 90 þúsund fylgjendur, fór hún yfir málið. Varar hún við því að þessi ávani geti leitt til þvagleka og í sumum tilfellum valdið nýrnaskemmdum.

Í frétt Mail Online kemur fram að samkvæmt könnunum viðurkenni á bilinu 60-80% fólks að kasta af sér vatni í sturtu. Hún segir að ávaninn kenni heilanum að tengja hljóð rennandi vatns við þörfina á að pissa.

„Þetta er svolítið eins og þjálfun Pavlovs með hundana – þar sem þeir byrjuðu að slefa um leið og þeir heyrðu í bjöllu,“ sagði hún í myndbandinu. „Þannig að í hvert skipti sem þú þværð þér um hendur, ferð í sturtu eða vaskar upp, ef það er rennandi vatn, þá mun þvagblaðran þín „slefa“ af því að hún vill pissa.“

Í myndbandi Irwin segir hún að til lengri tíma litið geti þetta truflað eðlilega starfsemi þvagblöðrunnar og valdið tíðum og bráðum þvaglátum. Þetta er þó ekki það eina.

Í umfjöllun Mail Online, sem fjallar um myndband Irwin, kemur fram að sumir sérfræðingar hafi varað konur við þessu því þær geti átt það á hættu að fá þvagfærasýkingu eða jafnvel nýrnabilun.

Þannig hefur verið bent á að karlar hafi blöðruhálskirtil sem styður við þvagblöðruna þegar þeir pissa standandi, en konur hafi ekki þann stuðning.

Konur sem pissi standandi setji þannig grindarbotnsvöðvana undir aukið álag sem getur leitt til þess að þvagblaðran tæmist ekki alveg. Þá getur myndast það sem kallast þvagteppa sem getur valdið margvíslegum heilsufarsvandamálum.

Í hópi þeirra sem hafa varað konur við því að pissa standandi er Dr. Alicia Jeffrey-Thomash, sjúkraþjálfari í Boston, sem sérhæfir sig í grindarbotnsheilbrigði. Hún segir að konur séu hreinlega ekki hannaðar til að pissa standandi.

„Grindarbotnsvöðvarnir slaka ekki almennilega á, sem þýðir að við tæmum þvagblöðruna ekki nægilega vel,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig
Fókus
Fyrir 4 dögum

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Adele reynir fyrir sér á nýjum vettvangi

Adele reynir fyrir sér á nýjum vettvangi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro