Thylane er dóttir franska fótboltamannsins Patrick Blondeau og frönsku fjölmiðlakonunnar Veronika Loubry. Thylane byrjaði að sitja fyrir fimm ára gömul og vakti snemma athygli fyrir fegurð sína.
En hún vakti fyrst heimsathygli árið 2011, þegar hún var tíu ára gömul og sat fyrir franska Vogue.
Thylane var ein af yngstu fyrirsætunum til að prýða síður tískutímaritsins. Mörgum þóttu myndirnar óviðeigandi þar sem Thylane var klædd, förðuð og stillt upp eins og fullorðinni fyrirsætu.
Síðan þá hefur Thylane gengið vel í fyrirsætubransanum. Þegar hún var þrettán ára var hún í fyrsta sinn á forsíðu tímarits.
Í dag er Thylane 24 ára og er hjá umboðsskrifstofunni IMG Models. Hún hefur unnið með tískurisum á borð við Chanel Isabel Marant og er einnig vinsæl á samfélagsmiðlum, með yfir 6,9 milljón fylgjendur á Instagram.
Sjáðu fleiri myndir af henni hér að neðan.