fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fókus

Segir að það sem Victoria Beckham gerði í brúðkaupinu hafi byrjað öll leiðindin – „Gestirnir voru agndofa“

Fókus
Föstudaginn 30. maí 2025 12:37

Victoria Beckham og Nicola Peltz. Myndir/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er saga á sveimi að hegðun fyrrverandi kryddpíunnar Victoriu Beckham í brúðkaupi sonar hennar, Brooklyn Beckham og eiginkonu hans, Nicolu Peltz, hafi orðið til þess að margra áralangt rifrildi hafi byrjað.

Hún er sögð hafa „eyðilagt“ brúðkaupið með athæfi sem viðstaddir voru gáttaðir á.

Sjá einnig: Telja þetta sterka vísbendingu um að hún og tengdamamman séu enn í stríði

Samkvæmt People steig tónlistarmaðurinn Marc Anthony á svið í brúðkaupinu – sem átti sér stað í Palm Springs árið 2022. Marc er gamall vinur Victoriu og David Beckham. Hann ætlaði að syngja fyrir fyrsta dans brúðhjónanna, en áður en hann byrjaði að syngja bað hann Brooklyn um að koma upp á svið ásamt „fallegustu konunni í salnum í kvöld… Victoria Beckham.“

Samkvæmt heimildarmanninum bjuggust gestirnir – og líklegast brúðhjónin sjálf – að hann ætlaði að biðja Nicolu um að koma. En Victoria byrjaði að dansa við Brooklyn og er þetta sagt hafa markað upphafið á leiðindunum.

Sjá einnig: Versta martröð Victoriu Beckham orðin að veruleika

Heimildarmaðurinn segir að gestir hafi verið agndofa. „Þetta var svo ótrúleg stund að gestirnir voru stjarfir af undrun. Það hefði mátt heyra saumnál detta,“ sagði annar heimildarmaður.

Nicola er sögð hafa farið að gráta og yfirgefið salinn.

„Nicolu fannst eins og Victoria hafi gert þetta viljandi […] en hún skildi ekki hvers vegna.“

Enginn úr fjölskyldunni hefur staðfest – né neitað fyrir – söguna.

Sjá einnig: Fjölskyldudramað nær nýjum hæðum – David Beckham lét Brooklyn heyra það

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Hann pikkaði mig upp á bar með línunni: Hef ég séð þig áður?“

„Hann pikkaði mig upp á bar með línunni: Hef ég séð þig áður?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bókinni ætlað að kynna börn fyrir veiði og gefa skjánum frí

Bókinni ætlað að kynna börn fyrir veiði og gefa skjánum frí
Fókus
Fyrir 3 dögum

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“