Birgitta Líf er á ferðalagi með vinkonum sínum úr LXS-hópnum. Þær voru í Cannes, hjarta frönsku ríveríunnar, og fóru þaðan til Mónakó til að horfa á Formúluna.
Þetta byrjaði allt á því að áhrifavaldurinn Ástrós Traustadóttir birti myndband af hópnum, með Birgittu Líf í aðalhlutverki, með hljóðbroti frá söngkonunni Ariönu Grande: „Ég var að hætta með kærastanum mínum. Núna er ég einhleyp og veit ekki hvað bíður mín en ég ætla að taka því rólega.“
@astrostrausta mother 👑 @Birgitta Líf ♬ original sound – lyrics
Enok skrifaði við myndbandið: „Settu franskarnar í pokann“ sem er slangur notað til að niðurlægja einhvern.
Sjá einnig: Samfélag áhrifavalda nötrar eftir að Enok virtist gera lítið úr Birgittu Líf – „Settu franskarnar í pokann“
Köld kveðja hans vakti mikla athygli og höfðu netverjar nóg um málið að segja.
Sjá einnig: Gerður sendi Enok broslega pillu vegna athugasemdar hans um Birgittu Líf
Ástrós birti nýtt myndband í gærkvöldi af þeim vinkonunum, Birgittu Líf, Hildi Sif og Sunnevu Einnars dansa og textinn við myndbandið var: „Bestied so hard we all got blocked“ eða „svo góðar vinkonur að hann blokkaði okkur allar.“
Ástrós nefndi Enok ekki á nafn en netverjar drógu þá ályktun að þær væru að tala um hann.
„Best að hann fari bara að borða franskarnar sínar sem eru í pokanum. But you girls ATE,“ sagði ein.
@astrostraustawhatever♬ original sound – Kaylina Eileen