fbpx
Föstudagur 13.júní 2025
Fókus

Michael Bay gerir bíómynd um Skibidi Toilet

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 24. maí 2025 20:30

Bay er ólíkindatól. Myndir/Getty/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski kvikmyndaleikstjórinn og framleiðandinn Michael Bay hyggst gera bíómynd um Skibidi Toilet. Skibidi Toilet er stórundarleg netsería sem fjallar um stríð mannshöfða í klósettum.

Tilkynnt hefur verið að kvikmynd um Skibidi Toilet sé nú komin í framleiðslu. Mun Michael Bay leikstýra verkefninu.

Michael Bay, sem er sextugur að aldri, er þekktur fyrir yfirdrifnar hasarmyndir á borð við Bad Boys, The Rock, Armageddon og Transformers. Yfirleitt eru kvikmyndir hans á meðal þeirra tekjuhæstu á hverju ári.

Sjá einnig:

Hvað í ósköpunum er Skibidi toilet?

Skibidi Toilet er stórundarleg sería á Youtube sem maður að nafni Alexey Gerasimov gerði og birti á rásinni DaFuq?!Boom! Í henni er fylgst með stríði á milli klósetta með mannshöfuð og mannlegra persóna með raftæki fyrir höfuð. Hefur þetta ratað inn í slangurorðaforða yngri kynslóðarinnar.

Michael Bay er þekktur fyrir stórar sprengingar og miklar tæknibrellur í kvikmyndum sínum og má ekki búast við neinu öðru þegar kemur að þessu verkefni. Hefur hann fengið til liðs við sig óskarsverðlaunaðan tæknibrellumeistara að nafni Rob Legato sem gerði brellurnar í Titanic og Avatar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Tónlistin er að styttast – Lög eru 48 sekúndum styttri en árið 1990

Tónlistin er að styttast – Lög eru 48 sekúndum styttri en árið 1990
Fókus
Fyrir 2 dögum

Orlando Bloom eyddi fúlgum fjár í umdeilda læknismeðferð

Orlando Bloom eyddi fúlgum fjár í umdeilda læknismeðferð
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ozempic-píkan var vesen – Ozempic-typpið virðist hins vegar vera veisla

Ozempic-píkan var vesen – Ozempic-typpið virðist hins vegar vera veisla
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dóttir Völu Kristínar og Hilmis Snæs komin í heiminn

Dóttir Völu Kristínar og Hilmis Snæs komin í heiminn