fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fókus

Setja upp Shrek í Borgarleikhúsinu

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 9. apríl 2025 15:21

Natalía Erla Arnórsdóttir, sem leikur Asnann, Andri Fannar Sóleyjarson, sem fer með hlutverk Shrek og  Snjólaug Vera Jóhannsdóttir, sem leikur Fionu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngleikjadeild Söngskóla Sigurðar Demetz frumsýnir í ár hinn stórskemmtilega og sívinsæla söngleik Shrek á nýja sviði Borgarleikhússins. Hér er á ferðinni skemmtun fyrir alla aldurshópa með grípandi lögum, sprellfjörugu gríni og kraftmiklum dönsum.

Fyrir þá sem þekkja teiknimyndina er hér á ferðinni stórskemmtilegur Broadway-söngleikur með óteljandi hressum og fallegum lögum með Shrek, Asna, Fíónu prinsessu, vonda kallinum Farquaad og öllum hinum undraverunum; grín og gaman fyrir alla fjölskylduna.

,,Þetta er mjög skemmtileg uppfærsla á þessum fræga söngleik. Það má segja að þetta sé alger gleðisprengja og mikið ævintýri. Hér er á ferðinni frábær hópur ungra og hæfileikaríkra söngleikjastjarna sem stígur þarna á svið og þau eiga sannarlega framtíðina fyrir sér. Það er mjög gefandi að fá að vinna með svona frábæru, ungu fólki. Þau standa sig öll gríðarlega vel og við hlökkum til frumsýningarinnar þann 1. maí á nýja sviði Borgarleikhússins. Sýningin er stíluð inn á alla aldurshópa,“ segir Þór Breiðfjörð, stjórnandi söngleikjadeildar Söngskóla Sigurðar Demetz.

Elsta söngleikjadeild á Íslandi

Að sögn Þórs er Söngleikjadeild Söngskóla Sigurðar Demetz sú elsta sinnar tegundar á Íslandi og hefur í rúman áratug komið á fót öflugri menntun fyrir upprennandi söngleikjastjörnur. ,,Nemendur hafa komist inn í virtustu háskóla í leiklist og söngleikjum bæði hér heima og erlendis, þar á meðal í leiklistardeild, sviðshöfundadeild og skapandi miðlunardeild LHÍ. Skólinn hefur mikla ástríðu fyrir því að styrkja stöðu söngleikjalistar á Íslandi með alhliða sviðsþjálfun og metnaðarfullri söngkennslu.“

Þór segir að Söngskóli Sigurðar Demetz byggi á arfleifð Scala-söngvarans Sigga Demm (Vincenso Maria Demetz) frá suður-Týról, sem kom til Íslands og hafði djúpstæð áhrif á sönglíf og söngkennslu þjóðarinnar. ,,Óperusöngvarar landsins hafa margir hlotið menntun úr skólanum, og nú heldur skólinn áfram að útskrifa hæfileikaríka listamenn í söngleikja- og tónlistarleikhúsi,“ segir hann ennfremur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég er ennþá smá pirruð yfir að hafa ekki fengið að klára bókina áður en þjófurinn fékk hana“

„Ég er ennþá smá pirruð yfir að hafa ekki fengið að klára bókina áður en þjófurinn fékk hana“
Fókus
Í gær

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Allt annað að sjá söngvarann – 90 kílóum léttari og rakaði skeggið í fyrsta skiptið í tíu ár

Allt annað að sjá söngvarann – 90 kílóum léttari og rakaði skeggið í fyrsta skiptið í tíu ár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mobb Deep með tónleika á Íslandi í mars

Mobb Deep með tónleika á Íslandi í mars
Fókus
Fyrir 3 dögum

Egill varpaði sprengju um jólalög og margir tóku undir – „Þetta er komið út í algjöra dellu“

Egill varpaði sprengju um jólalög og margir tóku undir – „Þetta er komið út í algjöra dellu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir Claudiu Schiffer tvífari móður sinnar

Dóttir Claudiu Schiffer tvífari móður sinnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Opnar sig um dulið fósturlát

Opnar sig um dulið fósturlát