fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fókus

Telja þessar myndir sýna að Ben Affleck og Jennifer Garner séu að endurvekja neistann

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 6. mars 2025 10:29

Fyrrverandi hjónin árið 2014. Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Ben Affleck og leikkonan Jennifer Garner skildu árið 2015 eftir tíu ára hjónaband en nú telja aðdáendur að eitthvað sé að gerast á milli þeirra.

Fyrrverandi stjörnuhjónin eiga saman þrjú börn, Violet Anne, 19 ára, Seraphina Rose, 16 ára, og Samuel, 13 ára.

Leikarinn giftist söng- og leikkonunni Jennifer Lopez árið 2022 og sótti hún um skilnað tveimur árum síðar.

Á meðan J.Lo og Affleck voru saman gat leikarinn nánast ekki hitt sína fyrrverandi án þess að paparazzi ljósmyndarar voru mættir og skrifuðu erlendir fjölmiðlar um hversu kammó og vinaleg þau væru. Sumir bentu á að þau væru bara góðir vinir og að börnin væru í forgangi.

Sjá einnig: Sást í faðmlögum og skutli með fyrrverandi Jennifer

En nú er sá orðrómur á kreiki að það sé að breytast eftir að nýjar myndir af þeim fóru á dreifingu.

Affleck og Garner voru mynduð á meðan þau voru í paintball með krökkunum og mátti sjá leikarann halda frekar innilega um sína fyrrverandi.

Í kjölfarið fór slúðurmyllan á fullt og spurðu margir: „Eru þau að taka saman á ný?“

En samkvæmt heimildarmanni Page Six þá hefur Garner engan áhuga á því.

Garner hefur verið með athafnamanninum John Miller síðan árið 2018 og er hamingjusöm í því sambandi.

Page Six greinir hins vegar frá því að Affleck hafi áhuga á því að endurvekja ástarsamband þeirra. „Hann veit samt að það er ekki raunsætt,“ sagði heimildarmaðurinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Hann pikkaði mig upp á bar með línunni: Hef ég séð þig áður?“

„Hann pikkaði mig upp á bar með línunni: Hef ég séð þig áður?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bókinni ætlað að kynna börn fyrir veiði og gefa skjánum frí

Bókinni ætlað að kynna börn fyrir veiði og gefa skjánum frí
Fókus
Fyrir 3 dögum

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“