fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fókus

Átök eða leikur? – Varalesari greinir rifrildið milli Emmu Stone og Margaret Qualley

Fókus
Þriðjudaginn 11. mars 2025 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkrir dagar eru liðnir frá því Óskarsverðlaunahátíð fór fram sunnudaginn 2. Mars. Það vakti athygli aðdáenda að svo virtist sem andaði köldu milli leikkvennanna Emmu Stone og Margaret Qualley. Leit út fyrir að þær ættu í áköfum orðaskiptum.

Varalesarinn, Nicola Hickling, er hins vegar búin að greina atvikið. Segir hún að Qualley hafi sagt við Stone: „Já, og ég er að fara að missa mig,“ sem bendir til að um grín hafi verið að ræða. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem leikkonurnar leika sér með sama hætti, en þær höfðu áður átt í svipuðum aðstæðum á Cannes kvikmyndahátíðinni árið 2024. Svo virðist sem um eins konar einkabrandara sé að ræða sem aðdáendur leggja of sterkan skilning á.

„Það lítur út fyrir að Qualley sé að stilla sér upp fyrir átök þegar hún gefur Stone svona „Vond stelpa svip“ (e. Mean Girl),“ sagði Hickling við Daily Mail um myndbandið sem vakti mikla athygli á netinu eftir verðlaunahátíðina. „Ekki hafa áhyggjur, þær eru ekki að rífast.“

Í myndbandinu sést Qualley, ganga að Stone á meðan hún talar ákaft og kinkar kolli, á sama tíma og Stone virðist hörfa aðeins til baka. Eiginmaður Qualley, tónlistarmaðurinn Jack Antonoff, stendur nálægt þeim en virðist ekki taka þátt í samskiptunum.

@accesshollywood A joint slay with #EmmaStone and #MargaretQualley 🔥 #awardseason ♬ original sound – Access Hollywood


„Þær gera þetta stöðugt,“ sagði Hickling við Daily Mail og vísaði til þess að Qualley og Stone hefðu áður átt í svipuðum samskiptum á kvikmyndaviðburðum, meðl annars á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2024.

Svo virðist sem margir aðdáendur hafi trúað því að leikkonurnar ættu í einhverjum útistöðum.

„Þetta var pínu árásargjarnt! Þarf á frekari útskýringum að halda,“ skrifaði netverji við myndbandið. Annar bætti við: „Ég hélt að þær væru að rífast.“ Sá þriðji spurði: „Af hverju er Emma að hörfa svona frá henni ?“

Stone sem vann Óskarinn fyrir besta leik í aðalhlutverki árið 2024 var kynnir á verðlaunahátíðinni í ár. Qualley tók þátt í dansatriði sem hluti af James Bond-heiðruninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hópefli Vitringanna þriggja fór úr böndunum – „Þú sagðir mér í gær að Færeyingar eru svo kúrteisir“

Hópefli Vitringanna þriggja fór úr böndunum – „Þú sagðir mér í gær að Færeyingar eru svo kúrteisir“
Fókus
Fyrir 3 dögum

María Sigrún á batavegi en enn er töluvert eftir – „Ég hlakka svo til að geta beygt bæði hnén aftur“

María Sigrún á batavegi en enn er töluvert eftir – „Ég hlakka svo til að geta beygt bæði hnén aftur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Wintour leitar að eftirmanni sínum

Wintour leitar að eftirmanni sínum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Iceland Eclipse Festival kynnir fyrstu nöfn – Menningar- og Vísindahátíð undir almyrkva á sólu

Iceland Eclipse Festival kynnir fyrstu nöfn – Menningar- og Vísindahátíð undir almyrkva á sólu
Fókus
Fyrir 6 dögum

,,Þetta var algjört brjálæði” – „Okkur leið eins og við værum að tapa í stríði fyrir þjóðina okkar“

,,Þetta var algjört brjálæði” – „Okkur leið eins og við værum að tapa í stríði fyrir þjóðina okkar“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Er Trump að takast að losna við frægustu spjallþáttastjórnendur Bandaríkjanna?

Er Trump að takast að losna við frægustu spjallþáttastjórnendur Bandaríkjanna?