fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
Fókus

Florence Pugh sér eftir því að hafa leikið í kvikmynd Íslendings – „Ég var ung og vantaði pening“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 21. desember 2025 17:30

Florence Pugh er með eftirsjá. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska Hollywood stjarnan Florence Pugh segist sjá eftir að hafa leikið í kvikmynd sem leikstýrð var af íslenskum leikstjóra. Hún segist hafa verið ung á þessum tíma og hafa tekið hlutverkið út af peningunum.

Hin 29 ára Pugh, sem hefur leikið í bíómyndum á borð við Black Widow, Little Women, Oppenheimer og Dune II, var nýlega í viðtali í hlaðvarpi heimildarmyndargerðarmannsins Louis Theroux. Þar lýsti Theroux ást sinni á hryllingsmyndum en Pugh sagði að það væri ein slík sem hún sæi eftir að hafa leikið í. Það er myndin Malevolent eftir íslenska leikstjórann Ólaf de Fleur Jóhannesson.

„Ég var ung og vantaði pening,“ sagði Pugh. Myndin kom út árið 2018, þegar hún var 22 ára gömul.

Myndin fjallar um systkini sem þykjast leysa yfirnáttúruleg mál en rekast á mál sem reynist vera raunverulegt.

„Ég elska hryllingsmyndir,“ sagði Theroux og vísaði til þess að hafa séð Malevolent. „Það er sennilega eina myndin sem ég vildi að ég hefði aldrei leikið í,“ sagði Pugh þá. „Ég held að allir eigi eina slíka mynd.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórsigur Pitt í málaferlum gegn fyrrverandi – Jolie gert að birta einkaskilaboð

Stórsigur Pitt í málaferlum gegn fyrrverandi – Jolie gert að birta einkaskilaboð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Laufey í uppáhaldi hjá Obama

Laufey í uppáhaldi hjá Obama
Fókus
Fyrir 3 dögum

John Lewis í klandri vegna jólaauglýsingar – Hörð gagnrýni á jólagjöf eiginmannsins til eiginkonunnar

John Lewis í klandri vegna jólaauglýsingar – Hörð gagnrýni á jólagjöf eiginmannsins til eiginkonunnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fullyrðir að barnabarn Presley sé líffræðileg móðir sonar John Travolta

Fullyrðir að barnabarn Presley sé líffræðileg móðir sonar John Travolta
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Oftar en ekki eru þetta brotnar litlar sálir sem eru stöðugt í gremju“

„Oftar en ekki eru þetta brotnar litlar sálir sem eru stöðugt í gremju“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Svona brást Shaq við ummælum fyrrverandi eiginkonu sinnar sem sagðist aldrei hafa elskað hann

Svona brást Shaq við ummælum fyrrverandi eiginkonu sinnar sem sagðist aldrei hafa elskað hann
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þess vegna ætlar hjartaknúsarinn aldrei aftur að kyssa mótleikkonur sínar

Þess vegna ætlar hjartaknúsarinn aldrei aftur að kyssa mótleikkonur sínar
Fókus
Fyrir 6 dögum

Bestu og verstu bókarkápurnar að mati DV

Bestu og verstu bókarkápurnar að mati DV