fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
Fókus

Tvíburarnir fagna fjórtán árum með kærastanum sem þær deila – Bregðast loks við spurningunni sem allir vilja vita

Fókus
Laugardaginn 20. desember 2025 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar tvíburasysturnar Anna og Lucy DeCinque frá Perth í Ástralíu ákváðu að deila kærasta, hinum lukkulega Ben Byrne, þá hafa örugglega fæstir búist við því að sú tilraun yrði langlíf. Efasemdaraddirnar hafa þó þaggað því um þessar mundir fagnar þríeykið fjórtán árum saman og eru barneignir næst á dagskrá.

DeCinque-systurnar eru nokkuð þekktar í heimalandi sínu enda halda þær úti vinsælli Youtube-síðu auk þess að vera virkar á öðrum samfélagsmiðlum eins og Instagram. Þar sýna þær frá lífi sínu en óhætt er að fullyrða að þær eru samrýmdar í meira lagi.

Systurnar eru einfaldlega saman öllum stundum, meira að segja á klósettinu og í sturtu, og klæðast alltaf sömu fötunum. Eins og gefur að skilja hefur fólk mikinn áhuga á ástarlífi þeirra og Ben og hvernig það gengur yfirhöfuð upp. Í nýlegum hlaðvarpsþætti svöruðu þær spurningum aðdáenda og þar greindu frá því að þær eru líka saman þegar kemur að kynlífsathöfnum með Ben.

„Ef hann kyssir Önnu, þá kyssir hann líka Lucy,“ var haft eftir þeim systrum en þær tóku sérstaklega fram að röðin skipti engu máli. Krafan væri einfaldlega sú að ef Ben greyið sýndi annarri ást og hlýju þá yrði jafnt yfir báðar að ganga.

Spurðar sérstaklega út í kynlífið svöruðu þær systur: „Við erum aldrei aðskildar, við segjum ekki meira en það“.

Þeirra stærsta verkefni og áhyggjuefni þessi dægrin snýr einmitt að þessu atriði en það er að eignast börn með kærastanum. Segjast þær systur hafa miklar áhyggjur af því hvernig þær geti tryggt að þær verði báðar óléttar á sama tíma en það er þeim mikið hjartans mál.

Ljóst er að álagið á Ben Byrne verður mikið næstu misserin og óskandi að hann standi sig í stykkinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

John Lewis í klandri vegna jólaauglýsingar – Hörð gagnrýni á jólagjöf eiginmannsins til eiginkonunnar

John Lewis í klandri vegna jólaauglýsingar – Hörð gagnrýni á jólagjöf eiginmannsins til eiginkonunnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fullyrðir að barnabarn Presley sé líffræðileg móðir sonar John Travolta

Fullyrðir að barnabarn Presley sé líffræðileg móðir sonar John Travolta
Fókus
Fyrir 3 dögum

Felix fellur í kramið hjá Finnum

Felix fellur í kramið hjá Finnum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjö mánuðir síðan Einar Bárðar fór í hárígræðslu – Svona lítur hann út í dag

Sjö mánuðir síðan Einar Bárðar fór í hárígræðslu – Svona lítur hann út í dag
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þess vegna ætlar hjartaknúsarinn aldrei aftur að kyssa mótleikkonur sínar

Þess vegna ætlar hjartaknúsarinn aldrei aftur að kyssa mótleikkonur sínar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bestu og verstu bókarkápurnar að mati DV

Bestu og verstu bókarkápurnar að mati DV