

Bandaríski grínistinn Pete Davidson eignaðist sitt fyrsta barn, dótturina Scottie, þann 12. Desember, með kærustu sinni, fyrirsætunni Elsie Hewitt.
Hewitt staðfesti fréttirnar á Instagram á fimmtudag þar sem hún birti myndaröð af parinu haldandi á dótturinni.
„Fullkomna englastúlkan okkar fæddist 12. desember 2025.“ Hún sagði einnig að þau hefðu nefnt dóttur sína Scottie Rose Hewitt Davidson, sem er nefnd eftir föður Davidson, Scott, sem var slökkviliðsmaður og lést í hryðjuverkaárásunum 11. september árið 2001.
„Mitt besta verk hingað til, ég er alveg yfirfull af ást, þakklæti og vantrú,“ bætti hún við. Hvað varðar Pete, bætti hann við: „Wu Tang að eilífu.“
View this post on Instagram
Hewitt sem er 29 ára greindi frá meðgöngunni í Instagram-færslu í júlí.
„Jæja, nú vita allir að við höfum stundað kynlíf,“ skrifaði Hewitt við myndbandið, sem innihélt myndskeið af ómskoðunartíma.
Davidson, sem er ekki á Instagram sagði í viðtali við Tonight Show Starring Jimmy Fallon að það væri draumur hans að verða pabbi. Sagðist hann yfir sig hrifinn af Hewitt og að allt annað skipti ekki lengur máli. Sagði Davidson að Hewitt væri mjög ólík fyrri kærustum hans.
Davidson hefur verið í samböndum með mörgum heimsþekktum konum, eins og Kim Kardashian og tónlistarkonunni Ariana Grande.
Í desember 2024 sagði hann við tímaritið W að hann vildi ekki fá orðspor á sig fyrir að vera „þessi helvítis aumingi sem bara fer á stefnumót með fólki.“ Ári áður sagði hann í hlaðvarpi Jon Bernthal, Real Ones: „Á 12 árum hef ég farið á stefnumót með 10 manns,“ og sagði ástarlíf sitt eitthvað sem „allir vilja tala um“.