fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fókus

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 7. nóvember 2025 10:30

Erla Björnsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og doktor í líf- og læknisfræði, vill seinka klukkunni á Íslandi.

„Á þessum árstíma velti ég því alltaf fyrir mér hvers vegna Ísland skuli enn fylgja tímabelti sem samræmist illa sólarhæð og náttúrulegum sólargangi. Staðarklukkan okkar er einfaldlega ekki rétt stillt miðað við legu landsins, og þetta misræmi hefur verið viðvarandi frá árinu 1968 þegar ákveðið var að festa landið á miðtíma (UTC) allt árið,“ segir hún í pistli á Vísi.

„Afleiðingin er sú að sólin rís að jafnaði um klukkustund seinna en hún myndi gera ef við fylgdum réttu tímabelti. Munurinn er minnstur fyrir austan en mestur á suðvesturhorninu þar sem hann nemur allt að 90 mínútum. Þegar klukkan er 07:00 er líkamsklukkan því enn stillt á um 05:30 – og heilinn túlkar aðstæður sem næturhúm. Raunverulegt hádegi í Reykjavík, þegar sólin er hæst á lofti, er um 13:30 en ekki kl 12:00. Vegna norðlægrar legu Íslands verður þetta misræmi sérstaklega áberandi yfir dimmasta vetrartímann.“

Tímarnir breyttir og tæknin betri

Erla segir að ákvörðunin árið 1968 hafi verið að einhverju leyti rökrétt út frá tæknilegum áskorunum síns tíma, en nú sé tæknin önnur og einnig er vitað meira um innri líkamsklukku mannsins og hvernig hún stjórnar svefni, orku, líðan og hormónavirkni.

„Þekkingin sem mótar sviðið í dag – genin sem stjórna dægursveiflunni – voru ekki uppgötvuð fyrr en löngu síðar; uppgötvunin hlaut Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði árið 2017. Þessi grunnvísindi voru því einfaldlega ekki til staðar þegar ákvörðunin um að festa Ísland á sumartíma var tekin,“ segir hún.

Börn gætu verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga

Erla segir morgunbirtuna skipta höfuðmáli. „Hún er mikilvægasta merkið sem líkamsklukkan stillir sig eftir,“ segir hún.

„Útreikningar sýna að björtum vetrarmorgnun kl. 9 myndi fjölga um 64 daga – sem jafngildir rúmum tveimur mánuðum yfir dimmasta tíma ársins. Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga. Gengu til skóla í birtu og fengju fyrstu frímínútur dagsins í dagsbirtu í stað niðamyrkurs.“

Erla segir að þetta sé svo sannarlega ekki smáatriði.

„Heldur þekktur og vel rannsakaður lýðheilsuþáttur. Rannsóknir síðari ára benda einnig til þess of sein klukka geti ýtt undir seinkaða líkamsklukku og styttri svefn, sérstaklega meðal unglinga; með neikvæðum afleiðingum á heilsu, líðan, námsárangur og frammistöðu,“ segir hún.

Erla segir svefnvanda og notkun svefnlyfja mjög útbreidd á Íslandi. „Við notum talsvert meira af svefnlyfjum en nágrannaþjóðir okkar og íslensk ungmenni skora illa á mörgum mælikvörðum sem varða svefn og líðan. Þótt rangt tímabelti skýri ekki alla þá þætti er ljóst að misræmi við sólina er hluti heildarmyndarinnar,“ segir hún.

„Er ekki kominn tími til að leiðrétta klukkuna á Íslandi og samræma hana gangi sólar? Það væri breyting byggð á vísindum – og raunveruleg fjárfesting í betri lýðheilsu þjóðarinnar.“

Sjá einnig: Segir nikótínpúða vera eitur fyrir svefninn – „Sumir jafnvel sofna með púða upp í sér“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Simone Biles hefur gengist undir þrjár lýtaaðgerðir – „Þú gætir aldrei giskað á tvær þeirra“

Simone Biles hefur gengist undir þrjár lýtaaðgerðir – „Þú gætir aldrei giskað á tvær þeirra“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Konan byrjaði að halda framhjá eftir swing-partý – Svo versnaði það

Konan byrjaði að halda framhjá eftir swing-partý – Svo versnaði það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Allir eru að bíða eftir að Hafdís kynni til leiks nýjan kærasta – Gerði þetta í staðinn

Allir eru að bíða eftir að Hafdís kynni til leiks nýjan kærasta – Gerði þetta í staðinn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Patrekur sá „hrikalegar“ myndir af sér og lét minnka varirnar: „Ég er ekki lengur eins og klámstjarna“

Patrekur sá „hrikalegar“ myndir af sér og lét minnka varirnar: „Ég er ekki lengur eins og klámstjarna“