

Það var fullt hús þegar Drápa hélt upp á útkomu ljóðabókarinnar Draugamandarínur á dögunum.
Birgitta Björg Guðmarsdóttir, sú hin sama og vann til Fjöruverðlaunanna fyrir bókina Moldin heit í fyrra, sendir nú frá sér ljóðabókina Draugamandarínur. Útgáfu bókarinnar var fagnað á Gráa kettinum og fjöldi manns mætti til að samfagna Birgittu. Birgitta er búsett í Hollandi um þessar mundir og nýtir tímannn til að skrifa. Það verður því spennandi að sjá hvað hún kemur með næst.





