

Endurtekning er yfirskrift ljósmyndasýningar Emilíu Sigrúnar Karlsdóttur á Borgarbókasafninu Árbæ. Hugmyndin að baki myndunum er nokkuð persónuleg en í þeim endurskapar Emilía Sigrún gömul málverk föður síns af fjölskyldu og vinum.
„Auðvitað var ekki hægt að nota nákvæmlega sömu föt og hluti og þegar myndirnar voru málaðar,“ segir hún glaðhlakkaleg. „Til dæmis var ekki auðvelt að herma eftir málverki af pabba með mig nýfædda, svo ég varð að nota dúkku í staðinn.“
Emilía Sigrún er 24 ára Kópavogsbúi og er að ljúka stúdentsprófi um þessar mundir Hún er alin upp við myndlist þar sem faðir hennar er myndlistarmaður og því vön að hafa allskonar fólk á veggjunum heima hjá sér. Frá barnæsku hefur Emilía verið módel í myndum föður síns, bæði í myndskreytingum bóka og á málverkum. Hún er því vön að klæða sig í mismunandi búninga og setja aðstæður á svið. Nú má segja að hlutverk hennar hafi snúist við, þar sem Emilía sjálf er „skaparinn“ að þessu sinni.
Ljósmyndirnar voru lokaverkefni Emilíu í ljósmyndaáfanga í Menntaskólanum á Tröllaskaga vorið 2025.