fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fókus

Endurskapar málverk föður síns

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 4. nóvember 2025 13:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Endurtekning er yfirskrift ljósmyndasýningar Emilíu Sigrúnar Karlsdóttur á Borgarbókasafninu Árbæ. Hugmyndin að baki myndunum er nokkuð persónuleg en í þeim endurskapar Emilía Sigrún gömul málverk föður síns af fjölskyldu og vinum. 

„Auðvitað var ekki hægt að nota nákvæmlega sömu föt og hluti og þegar myndirnar voru málaðar,“ segir hún glaðhlakkaleg. „Til dæmis var ekki auðvelt að herma eftir málverki af pabba með mig nýfædda, svo ég varð að nota dúkku í staðinn.“

Emilía Sigrún er 24 ára Kópavogsbúi og er að ljúka stúdentsprófi um þessar mundir Hún er alin upp við myndlist þar sem faðir hennar er myndlistarmaður og því vön að hafa allskonar fólk á veggjunum heima hjá sér. Frá barnæsku hefur Emilía verið módel í myndum föður síns, bæði í myndskreytingum bóka og á málverkum. Hún er því vön að klæða sig í mismunandi búninga og setja aðstæður á svið. Nú má segja að hlutverk hennar hafi snúist við, þar sem Emilía sjálf er „skaparinn“ að þessu sinni.

Ljósmyndirnar voru lokaverkefni Emilíu í ljósmyndaáfanga í Menntaskólanum á Tröllaskaga vorið 2025.

Viðburður á Facebook.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

María segist hafa gert þetta til að halda syni sínum á lífi: „Þetta fólk hló framan í mig”

María segist hafa gert þetta til að halda syni sínum á lífi: „Þetta fólk hló framan í mig”
Fókus
Í gær

Misstu samtals yfir 100 kíló á „gamla mátann“ – Gerðu einfaldar breytingar á daglegum venjum

Misstu samtals yfir 100 kíló á „gamla mátann“ – Gerðu einfaldar breytingar á daglegum venjum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hobbitinn ástsæli er kominn út í nýrri þýðingu – Lestu fyrsta kaflann hér

Hobbitinn ástsæli er kominn út í nýrri þýðingu – Lestu fyrsta kaflann hér
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bon Jovi snýr loksins aftur eftir erfiða aðgerð – Miðarnir seljast eins og heitar lummur

Bon Jovi snýr loksins aftur eftir erfiða aðgerð – Miðarnir seljast eins og heitar lummur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þekkir þú fuglakenninguna? – Sambandsprófið sem allir eru að tala um

Þekkir þú fuglakenninguna? – Sambandsprófið sem allir eru að tala um
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eiginkona leikarans segir að þetta hafi verið fyrstu merkin um að maður hennar væri alvarlega veikur

Eiginkona leikarans segir að þetta hafi verið fyrstu merkin um að maður hennar væri alvarlega veikur
Fókus
Fyrir 5 dögum

Segir einfalda ástæðu fyrir því að Andrés prins og Sarah Ferguson bjuggu áfram saman eftir skilnaðinn

Segir einfalda ástæðu fyrir því að Andrés prins og Sarah Ferguson bjuggu áfram saman eftir skilnaðinn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Biður fólk um að biðja fyrir dóttur sinni sem var dæmd í fangelsi

Biður fólk um að biðja fyrir dóttur sinni sem var dæmd í fangelsi