fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Fókus

Ógnvekjandi myndband sýnir hvað getur beðið kvenna sem ferðast einar

Fókus
Fimmtudaginn 20. nóvember 2025 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég var hikandi við að deila þessu en þetta er raunveruleiki kvenna sem ferðast einar,“ segir kona ein frá Nýja-Sjálandi, Molly, sem birti óhugnanlegt myndband í vikunni af atviki sem hún lenti í þegar hún var ein á ferðalagi um Sri Lanka.

Molly heldur úti vinsælli síðu á Instagram, molsgonewild, sem snýr að ferðalögum hennar um allan heim.

Í myndbandinu sem hún birti sést þegar maður, sem virðist sárasaklaus, vindur sér upp að henni og spyr hana hreint út hvort hún vilji stunda með honum kynlíf. Þegar Molly svarar því neitandi tekur hann getnaðarlim sinn út og sveiflar honum fyrir framan hana.

Maðurinn virðist ekki hafa áttað sig á því að Molly var með upptöku í gangi og var hún fljót að forða sér í burtu. „Maður heldur alltaf að maður sé við öllu búin en mér var brugðið eftir þetta,“ segir hún í frétt News.com.au.

Í samtali við miðilinn segir Molly að maðurinn hafi virst kurteis og eðlilegur – rétt eins og nær allir íbúar Sri Lanka sem hún hefur hitt – og hún hafi alls ekki búist við þessu. Bendir hún á að hún hafi orðið fyrir kynferðislegri áreitni víðar á ferðalögum sínum, líka í heimalandinu Nýja-Sjálandi.

Sjálf segist Molly vera sérstaklega vör um sig þegar hún er ein á ferðalögum. „Ég er alltaf með vasahníf á mér og mjög meðvituð um umhverfi mitt, en því miður er þetta veruleiki margra kvenna sem ferðast einar. Ég er alltaf með varann á mér í samskiptum við karlmenn. Jafnvel þó að langflestir þeirra séu mjög almennilegir er maður alltaf með það á bak við eyrað hvort þeir vilji eitthvað annað frá mér.“

Í frétt News.com.au kemur fram að maðurinn hafi verið handtekinn eftir að myndbandið fór í dreifingu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ferðamaður sýnir muninn á Íslandi í raunveruleikanum og á Instagram

Ferðamaður sýnir muninn á Íslandi í raunveruleikanum og á Instagram
Fókus
Fyrir 2 dögum

Er nýtt stjörnupar að fæðast í Hollywood?

Er nýtt stjörnupar að fæðast í Hollywood?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þakkar fyrrverandi fyrir allan „Frasier peninginn“

Þakkar fyrrverandi fyrir allan „Frasier peninginn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi eiginkonan rýfur þögnina um Justin Trudeau og Katy Perry

Fyrrverandi eiginkonan rýfur þögnina um Justin Trudeau og Katy Perry
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir goðsagnarinnar með gat í miðsnesinu eftir stífa eiturlyfjaneyslu

Dóttir goðsagnarinnar með gat í miðsnesinu eftir stífa eiturlyfjaneyslu
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Móðurafi minn sem var kennari kenndi mér að lesa þegar ég var fimm ára og eftir það var ég ekki öðrum háð um lestur“

„Móðurafi minn sem var kennari kenndi mér að lesa þegar ég var fimm ára og eftir það var ég ekki öðrum háð um lestur“