fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Fókus

Komst að fortíð kærustunnar og treystir henni ekki lengur

Fókus
Sunnudaginn 2. nóvember 2025 21:30

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það hefur verið erfitt að læra um fortíð kærustu minnar, mér líður eins og hún sé ekki manneskjan sem ég hélt hún væri.“

Svona hefst bréf karlmanns til kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun, Dear Deidre.

„Hún hefur sofið hjá mörgum karlmönnum og mér finnst ég ekki geta treyst henni.“

Maðurinn og kærastan eru bæði á fertugsaldri og hafa verið saman í þrjú ár.

„Áður en við kynntumst bjó hún á Spáni í fimmtán ár og rak þar bar.

Ég hef verið í nokkrum langtímasamböndum en hún hefur alltaf reynt að forðast að tala um fyrri sambönd. Hún sagðist hafa átt nokkra kærasta og bara sofið hjá karlmönnum sem hún elskaði. En Instagram-síðan hennar segir aðra sögu.

Á myndunum virðist hún algjör djammari og það voru skilaboð frá karlmönnum þar sem var mjög augljóst að þau höfðu sofið saman.

Ég gat ekki hætt að hugsa um þetta þannig ég fór í gegnum símann hennar. Þannig komst ég að því að hún hafi verið að sofa hjá vini sínum og fullt af öðrum karlmönnum um svipað leyti.

Ég veit að þetta gerðist áður en við byrjuðum saman en ég hef samt áhyggjur. Hún hefur ekki verið heiðarleg við mig.

Það sem er verra er að ég sá að hún sendi þessum „vini“ skilaboð, ári eftir að við byrjuðum sama, um hvenær hann væri næst að koma í bæinn. Ég spurði hana út í þetta og hún sagði þetta bara hafa verið grín, en ég held að hún hafi ætlað að halda framhjá hefði hún fengið tækifæri til þess.

Hún segir að ég sé að láta bjánalega en ég kemst ekki yfir þetta. Mér líður eins og ég hafi ekki hugmynd um hver hún er.“

Ráðgjafinn svarar:

„Allir eiga sína fortíð og stundum sleppir fólk að nefna hluti sem það finnst sýna sig í röngu ljósi. En það þýðir ekki að þú getir ekki treyst kærustunni þinni, bara þeirri ímynd sem þú ert með af henni í hausnum þínum.  Þú getur komist yfir þetta en til þess þurfa samskipti að vera opin og heiðarleg.

Að kalla áhyggjur þína bjánalegar er ósanngjarnt. Hún þarf að viðurkenna hvernig þetta hefur haft áhrif á þig og traustið sem þú berð til hennar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skilnaðarlögfræðingur um hvort karlar eða konur halda meira framhjá – Svarið gæti komið þér á óvart

Skilnaðarlögfræðingur um hvort karlar eða konur halda meira framhjá – Svarið gæti komið þér á óvart
Fókus
Fyrir 2 dögum

Allt annað að sjá Brad Pitt – Sjáðu myndina

Allt annað að sjá Brad Pitt – Sjáðu myndina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vill losna við Scott úr lífi sínu og raunveruleikaþáttunum – Íhugar að setja fjölskyldu sinni afarkosti

Vill losna við Scott úr lífi sínu og raunveruleikaþáttunum – Íhugar að setja fjölskyldu sinni afarkosti
Fókus
Fyrir 3 dögum

Patrekur klæddi sig upp sem Victoria‘s Secret fyrirsæta – Sjáðu hvernig hann fór að þessu

Patrekur klæddi sig upp sem Victoria‘s Secret fyrirsæta – Sjáðu hvernig hann fór að þessu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vill breyta nafni dóttur sinnar eftir nauðgunardóminn

Vill breyta nafni dóttur sinnar eftir nauðgunardóminn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hallgrímur lýsir hremmingum sínum í umferðinni í dag – „Leiðin gekk ljómandi vel, meðalhraði var u.þ.b. 7 km á klst.“

Hallgrímur lýsir hremmingum sínum í umferðinni í dag – „Leiðin gekk ljómandi vel, meðalhraði var u.þ.b. 7 km á klst.“