

Tasha er 28 ára gömul kona í London. Hún er einhleyp og hefur yndi af því að stunda kynlíf með pörum, enda er hún tvíkynhneigð. Frá nýjasta ævintýri hennar segir í kynlífsdálki Metro.
Tasha segist eiga gott með að fá fólk til að slaka á við kynlífsiðkun. Nýlega hjálpaði hún konu til að komast að því hvort sú væri tvíkynhneigð eða ekki. Það byrjaði með því að konurnar náðu saman í gegnum stefnumótaforrit og lýstu báðar yfir ánægju með myndir hvor annarrar. Konan sem Tasha náði sambandi við útskýrði fyrir henni að kærastinn hennar væri með í dæminu.
Tasha segir að hún hafi kunnað vel að meta þessa hreinskilni. Hún segist bera virðingu fyrir einkvænissamböndum og líka fyrir opnum samböndum en hún myndi aldrei taka þátt í neinu sem flokkast undir framhjáhald. Hún segist hafa orðið fyrir slíkum svikum sjálf og vill ekki stuðla að því að aðrir þurfa að ganga í gegnum það sama.
Konan sem Tasha komst í kynni við er kölluð Lydia í greininni. Kærastinn hennar kallaður Max. Lydia stakk upp á því að Tasha heimsækti parið, fengi sér drykk með þeim og þau myndu kynnast svolítið.
Tasha hafði áhyggjur af því að hún væri mögulega að fara inn í aðstæður þar sem kæmi upp afbrýðisemi. Svo reyndist hins vegar ekki vera.
Heimsóknin gekk vel en parið lét strax á sér skiljast að ekki stæði til að stunda kynlíf á þessum fyrsta fundi. Tasha varð fyrir dálitlum vonbrigðum með það því hún laðaðist strax að parinu, ekki síst vegna þess hvað þau virkuðu venjuleg og blátt áfram. Þau voru taugaóstyrk í fyrstu og hún reyndar líka. En smám náðu þau að slaka á.
Parið útskýrði fyrir henni að þau ætluðu í sjálfu sér ekki að opna sambandið nema að því leyti að Lydia ætlaði að kanna mögulega tvíkynhneigð sína. Hún sagðist halda að hún væri tvíkynhneigð en væri ekki viss um það, enda hefði hún aldrei verið með annarri konu áður en hún kynntist Max. Hann sagðist vilja styðja hana í því að kanna kynhvöt sína.
Spjallið gekk vel og þegar Tasha kvaddi sagðist parið verða í sambandi við hana fljótlega.
Daginn eftir fékk Tasha textaskilaboð frá Lydiu þar sem sagði að þeim hefði litist mjög vel á hana og byðu henni að koma til sín aftur næstkomandi laugardagskvöld en þetta var á fimmtudegi. Tasha var mjög spennt fyrir heimsókninni og eftivæntingin fyrir því sem var í vændum fangaði huga hennar.
Þegar hún kom til þeirra þetta kvöld var henni aftur boðið inni í stofu og þar settust konurnar þétt saman í sófann en Max sat í hægindastól og fylgdist með þeim. Þau töluðu um hvað væri í vændum en voru öll mjög taugaóstyrk, sérstaklega Lydia. Hún blóðroðnaði og rödd hennar var óstyrk. Tasha hugsaði með sér að hún yrði að taka frumkvæðið.
Sjálf varð Tasha svo taugaóstýrk að hún hætti að gera talað og ákvað í staðinn að láta verkin tala. Hún fór að strjúka Lydiu um fótleggina og fékk góð viðbrögð. Hún hallaði sér varlega að henni til að bjóða henni koss og Lydia svaraði kallinu svo úr varð ástríðufullur koss.
Tasha spurði hvort þau ættu að færa sig inn í svefnherbergi. Parið tók hikandi undir það. Tasha var komin í svo mikið stuð að hana langaði í þrísom og lét þess getið að hún væri tvíkynhneigð. En um leið rann fyrir henni að það væri ekki tímabært. Þetta var kvöldið hennar Lydiu, hún var að kanna kynhneigð sína.
Lydia horfði sakbitin á Max þegar Tasha leiddi hana inn í svefnherbergi en Tasha sagði við hann að koma með þeim.
Konurnar afkæddu sig og fór upp í rúm. Tasha upplifði að allt frumkvæði væri hjá henni. Hún færði sig niður og byrjaði að veita Lydiu munnmök. Á meðan strauk Max unnustu sinni um úlnliðinn. Tasha spurði hann hvort hann nyti þess að horfa á hana veita unnustu hans munnmök og hann sagði já. Þá skipaði hún honum að snerta sjálfan sig. Svo fór að konurnar áttu heitan ástarleik á rúminu á meðan Max horfði á og fróaði sér. Öll þrjú nutu stundarinnar. Engin afbrýðisemi greip Max.
Eftir ástarleikinn sagði Lydia að nú væri hún viss um að hún væri tvíkynhneigð. Töshu fannst þar með að hún hefði gert henni greiða – og þeim báðum, Lydiu og Max.
Stutt er síðan þetta ævintýri var en Tasha vonast til að Lydia og Max verði í sambandi fljótlega. Hún telur að með tíð og tíma verði þau tilbúin í þrísom með henni.
Sjá nánar á Metro.