

„Hún er ekki sú sem fólk heldur að hún sé, eins og að halda í hlutina. Hún gerir það ekki,“ sagði Reese.
Þá sagði þáttastjórnandinn, leikarinn Dax Shepard: „Hún er ekki að bíða eftir Brad Pitt“ og tók Reese undir.
„Fimmtugsafmælið hennar er ein besta sönnunin fyrir hversu dásamleg manneskja hún er. Þar var fólk sem hún þekkti á unglingsárunum og tvítugsaldri, fólk sem starfar á heimili hennar, allir fyrrverandi eiginmenn og kærastar.“
Brad Pitt var meðal gesta í afmælinu í febrúar 2019.
„Hún er bara mjög andlega heiðarleg manneskja,“ sagði Reese. „Hún er mjög hlý og alltaf til í að fá fólk í heimsókn.“
Jennifer Aniston og Brad Pitt hættu saman árið 2005 eftir fimm ára hjónaband. Það hefur lengi verið orðrómur um að Brad hafi haldið framhjá henni með Angelinu Jolie, en þau léku saman í kvikmyndinni Mr. & Mrs. Smith árið 2004.