fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fókus

Gunnar Smári rifjar upp kvöldið á Kringlukránni þar sem allt breyttist – „Ég ætla að fara heim, ég get þetta ekki lengur“

Fókus
Þriðjudaginn 4. nóvember 2025 09:31

Gunnar Smári Egilsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn Gunnar Smári Egilsson fagnaði 30 ára edrúafmæli á sunnudag og af því tilefni skrifaði hann áhrifamikinn pistil á Facebook.

„Fyrir þrjátíu árum á fimmtudagskvöldi 2. nóvember rann af mér þótt ég væri að drekka og hefði verið að drekka dagana á undan. Ég var á Kringlukránni af öllum stöðum, hafði borist þangað með drykkjufélaga sem vildi, eins og ég, drekka illa úr því hann var að drekka á annað borð,“ sagði Gunnar Smári.

Hann segir að drykkjufélaginn hafi verið svartur prins, fagur og bæði greindur og gáfaður.

„Við höfðum kvöldin áður drukkið á Skippernum og Hafnarkránni, sem voru auðvitað ekki háskalegir staðir á nokkurn hátt, ekki veglausar mýrar með kviksyndi og forynjum sem geta orðið skeinuhættar hugprúðum sveinum. En þessar barir urðu að duga fyrir tvo menn sem voru alvarlega að hugsa um að láta sig sökkva til einhvers botns. Þessar krár sótti fólk sem mátti muna sinn fífil fegurri, höfðu misst margt, hrakið frá sér, sært og ekki síst sjálft sig.“

Gunnar Smári rifjar upp að þarna hafi hann verið 34 ára og drykkjufélagi hans 41 árs.

„Ég held að hann hafi stungið upp á að við færum á Kringlukránna, hún var nær honum í aldri. Það lá einhver línudans í loftinu, fólk að koma úr öðrum eða þriðja skilnaði í leit að einhverju sem aldrei finnst á bar. Þau sem drekka á fimmtudögum drekka langar helgar, vonast eftir mjúkri lendingu á sunnudagskvöldi. Ef þau brotlenda ekki á laugardeginum.“

Hann segist hafa verið með gin í glasi en orðið minna fullur við hvern sopa, áfengið hafði svikið hann.

„Í stað þess að gleyma þá mundi ég og í stað þess að sleppa takinu þá hertist það um mig. Ég horfði á drykkjufélagann sem ég varð að svíkja. Ég ætla að fara heim, ég get þetta ekki lengur. Ég ætla að fara á Vog í fyrramálið. Ég sá skelfinguna í augum hans. Hann þagði, en sagði svo eins og hann væri að biðja um miskunn: Ætlarðu að skilja mig einan eftir?“

Gunnar Smári segir að þetta hálfkláraða ginglas sem hann skildi eftir á Kringlukránni sé síðasta áfengið sem hann hefur drukkið.

„Það eru liðnar 1560 helgar síðan þarna á Kringlukránni og ég hef ekki drukkið neina þeirra, ekki vaknað einn sunnudag timbraður og illa fyrir kallaður. Fyrir það er ég þakklátur.“

Hægt er að lesa færslu Gunnars Smára í heild sinni hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

María segist hafa gert þetta til að halda syni sínum á lífi: „Þetta fólk hló framan í mig”

María segist hafa gert þetta til að halda syni sínum á lífi: „Þetta fólk hló framan í mig”
Fókus
Í gær

Misstu samtals yfir 100 kíló á „gamla mátann“ – Gerðu einfaldar breytingar á daglegum venjum

Misstu samtals yfir 100 kíló á „gamla mátann“ – Gerðu einfaldar breytingar á daglegum venjum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hobbitinn ástsæli er kominn út í nýrri þýðingu – Lestu fyrsta kaflann hér

Hobbitinn ástsæli er kominn út í nýrri þýðingu – Lestu fyrsta kaflann hér
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bon Jovi snýr loksins aftur eftir erfiða aðgerð – Miðarnir seljast eins og heitar lummur

Bon Jovi snýr loksins aftur eftir erfiða aðgerð – Miðarnir seljast eins og heitar lummur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þekkir þú fuglakenninguna? – Sambandsprófið sem allir eru að tala um

Þekkir þú fuglakenninguna? – Sambandsprófið sem allir eru að tala um
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eiginkona leikarans segir að þetta hafi verið fyrstu merkin um að maður hennar væri alvarlega veikur

Eiginkona leikarans segir að þetta hafi verið fyrstu merkin um að maður hennar væri alvarlega veikur
Fókus
Fyrir 5 dögum

Segir einfalda ástæðu fyrir því að Andrés prins og Sarah Ferguson bjuggu áfram saman eftir skilnaðinn

Segir einfalda ástæðu fyrir því að Andrés prins og Sarah Ferguson bjuggu áfram saman eftir skilnaðinn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Biður fólk um að biðja fyrir dóttur sinni sem var dæmd í fangelsi

Biður fólk um að biðja fyrir dóttur sinni sem var dæmd í fangelsi