fbpx
Laugardagur 24.maí 2025
Fókus

Ugla Stefanía vandar umtöluðustu bíómynd ársins ekki kveðjuna: „Hún er alveg agaleg“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 29. janúar 2025 09:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, rithöfundur, trans aðgerðasinni og dálkahöfundur Metro, segist ekki skilja hvernig kvikmyndin Emilia Pérez hafi fengið svona margar tilnefningar til Óskarsverðlauna.

Tilnefningarnar eru þrettán talsins en þykir athyglisvert að kvikmynd með svona margar tilnefningar sé með svona lága einkunn á kvikmyndasíðum. Hún er til að mynda með 6 á IMDB og 74 prósent hjá gagnrýnendum á Rotten Tomatoes og 22 prósent meðal áhorfenda á RT.

Emilia Pérez er söngleikjamynd um mexíkóskan eiturlyfjabarón sem er í kynleiðréttingarferli.

„Hún er alveg agaleg“

„Mér finnst það alveg stórmerkilegt að myndin Emilia Pérez sé að fá svona mörg verðlaun og góða dóma. Hún er alveg agaleg – alveg það agaleg að ég fékk aulahroll yfir því hversu margar öskrandi og niðrandi stereótýpur eru í henni um trans konur og konur almennt. Hún er eiginlega það slæm að ég var í hálfgerðu hláturskasti yfir henni þegar ég horfði á hana með vini mínum,“ sagði Ugla Stefanía í pistli á Facebook.

„En hún virðist vera að slá rosalega í gegn – sem mér finnst vera gott merki um það hversu stutt á veg við erum raunverulega komin þegar kemur að hugmyndum fólks um trans konur. Finnst fólki þetta virkilega vera góð birtingarmynd? Svona í alvöru?“

Ugla Stefanía segir að auðvitað geti trans fólk verið allskonar. „Eins og við öll, en ég held að við þurfum nú ekki á því að halda að söguþráður snúist um trans konu sem er ofbeldisfullur eiturlyfjabarón sem lýgur að öllum – meðal annars konunni sinni og börnum. Á þessum tímapunkti er myndin bara að styrkja allar helstu mýtur og skaðlegu viðhorf sem fólk hefur í samfélaginu,“ segir hún og bætir við að lokum:

„Finnst bara eiginlega eins og árið sé 2007.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Missti helming líkamsþyngdar sinnar á Ozempic – Þetta gerðist þegar hún hætti á lyfinu

Missti helming líkamsþyngdar sinnar á Ozempic – Þetta gerðist þegar hún hætti á lyfinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur gefur góð ráð við gaslýsingu – „Nota ákveðna frasa til að búa til sínar eigin söguskýringar“

Ragnhildur gefur góð ráð við gaslýsingu – „Nota ákveðna frasa til að búa til sínar eigin söguskýringar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þrjú atriði sem þykja eðlileg hér en furðuleg víða annars staðar – Guðni bara Guðni

Þrjú atriði sem þykja eðlileg hér en furðuleg víða annars staðar – Guðni bara Guðni
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Refsarinn“ lýsir kynlífspartíum Diddy – Leiðbeindi honum hvernig hann átti að bera sig að með Cassie

„Refsarinn“ lýsir kynlífspartíum Diddy – Leiðbeindi honum hvernig hann átti að bera sig að með Cassie
Fókus
Fyrir 3 dögum

George Wendt er látinn – Lék Norm í Staupasteini

George Wendt er látinn – Lék Norm í Staupasteini
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bjarnheiður svarar Jónasi Sen fullum hálsi og segir hann „baðaðan í snobbi þess, sem telur sig hærra settan“

Bjarnheiður svarar Jónasi Sen fullum hálsi og segir hann „baðaðan í snobbi þess, sem telur sig hærra settan“