Bandaríska tónlistarkonan Jessica Simpson virðist kampakát eftir skilnaðinn við Eric Johnson. Á föstudag fagnaði Simpson 4. júlí með því að smella bikinímyndum af sér og pósta í story á Instagram.
Simpson létti sig um 50 kíló fyrir nokkrum árum, en í sjálfævisögunni Open Book sem kom út árið 2020 opnar hún sig um baráttu sína við líkamsþyngdina. Segir hún vandamál hennar við líkamsvitundina hafi byrjað þegar hún var 15 ára og tónlistarframleiðandinn Tommy Mottola sagði henni að hún þyrfti að léttast um 7 kíló.
Simpson, sem er 175 cm á hæð, var þá 54 kíló og notaðist við megrunartöflur til að komast niður í 49 kíló. Þyngd hennar sveiflaðist síðan næstu 20 árin.
Heimildarmaður sagði Page Six í janúar að Simpson hefði breytt mataræði sínu, sem hefði leitt við jákvæðra breytinga og henni finndist hún vera 21 árs aftur. Simpson sem er 44 ára óskaði eftir skilnaði við Johnson í kjölfarið og sagði hún sjálftraust sitt hafa eflst aftur.
Simpson staðfesti að hún og Johnson, sem giftu sig árið 2014, hefðu slitið sambandi sínu í janúar eftir 10 ára hjónaband.
„Ég og Eric höfum búið í sitt hvoru lagi og tekist á við erfiðar aðstæður í hjónabandi okkar,“ sagði Simpson í yfirlýsingu á þeim tíma.
„Börnin okkar eru í fyrsta sæti og við einbeitum okkur að því sem er þeim fyrir bestu. Við erum þakklát fyrir allan þann kærleika og stuðning sem við höfum fengið og metum friðhelgi einkalífsins núna á meðan við vinnum úr þessu sem fjölskylda.“
Simpson og Johnson eiga þrjú börn saman: dótturina Maxwell, 13 ára, soninn Ace, 12 ára, og dótturina Birdie, sex ára.