fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Fókus

Segja að þetta sé „náttúrulegt Ozempic“ – Fæst í næstu matvörubúð en passaðu þig á þessu

Fókus
Fimmtudaginn 12. júní 2025 09:03

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir tilkomu Ozempic og annarra GLP-1 lyfja á markað hafa ýmis fyrirtæki og áhrifavaldar keppst við að finna „náttúrulegan“ valkost. Ódýra vöru sem fæst án lyfseðils en hefur svipuð áhrif. Hljómar eins og eitthvað sem er of gott til að vera satt, sem það að öllum líkindum er.

Nýjasta varan sem er sögð vera „náttúrulegt Ozempic“ er psyllium husk trefjar sem fæst í næstu matvöruverslun og apóteki.

„Psyllium husk hefur notið aukinna vinsælda í kjölfar þess að fjöldi áhrifavalda og einstaklinga í heilsu- og vellíðunargeiranum hafa haldið því fram að það dragi úr matarlyst og stuðli að betri meltingu,“ segir Lena Beal, talskona samtaka bandarískra næringafræðinga (Academy of Nutrition and Dietetics), í samtali við The Guardian.

Lena varar þó við því að bera psyllium husk saman við Ozempic, þar sem slíkur samanburður sé „of einfaldur og villandi.“

Á TikTok má finna yfir 12.500 myndbönd merkt psyllium husk, en efnið er ekki nýtt af nálinni. Það hefur verið vinsælt á Indlandi og víðar í Suður-Asíu um langt skeið.

Mynd/Getty Images

Hvað er psyllium husk?

Samkvæmt Gula miðanum eru þetta trefjar sem geta aukið þarmahreyfingar og verið hægðarlosandi.

Psyllium fæst bæði í hylkjum og duftformi og þegar það blandast vatni myndar það hlaupkenndan massa. Þó það hljómi kannski ekki girnilega þá er einmitt það sem gerir psyllium gagnlegt að sögn Katherine Zeratsky, næringafræðings hjá Mayo Clinic, sem The Guardian ræddi við.

Hún segir trefjarnar geta bætt þarmahreyfingar, mýkt hægðir og hjálpað bæði við hægðatregðu og niðurgang.

Að auki getur psyllium hjálpað til við að lækka kólesteról. Lena Beal bendir á samantektarrannsókn frá 2018 sem birtist í American Journal of Clinical Nutrition, þar sem sýnt var fram á að 10-15 grömm af psyllium daglega geti marktækt lækkað LDL („slæmt“) kólesteról og heildarkólesteról.

Psyllium getur einnig hjálpað til við að stjórna blóðsykri og aukið heildarinntöku trefja – sem er sérstaklega gagnlegt þar sem einungis um 5 prósent Bandaríkjamanna og 9 prósent Breta ná ráðlögðum dagskammti (25-30 grömm trefja á dag). Ein matskeið af psyllium inniheldur um 7 grömm trefja.

Trefjar, í hvaða mynd sem er, geta aukið mettunartilfinningu og hægt á meltingu – áhrif sem líkjast þeim sem þekkt eru frá megrunarlyfjum, þó í minna mæli.

Zeratsky mælir með að byrja hægt og rólega ef trefjainntaka er aukin, helst með dufti þar sem auðvelt er að ákvarða magn.

Mynd/Getty Images

Passaðu þetta

Það er mikilvægt að drekka nóg af vatni með, annars geta trefjarnar þanist út í meltingarveginum. Þetta hentar líka ekki öllum. Beal segir að fólk með alvarlega meltingarsjúkdóma á borð við Crohn‘s ætti að ráðfæra sig við lækni áður en það tekur inn psyllium husk.

Einnig getur það haft áhrif á lyfjainntöku, svo nauðsynlegt er að leita ráða hjá lækni eða lyfjafræðingi fyrir notkun ef það á við um þig.

Ef psyllium husk hentar þér ekki eru margt annað trefjaríkt fæði í boði, eins og ávextir, grænmeti, baunir og heilkorn, eins og hafrar, bygg og kínóa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Að stíga út fyrir þægindarammann tók sinn tíma“

Vikan á Instagram – „Að stíga út fyrir þægindarammann tók sinn tíma“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jóhanna Guðrún og Ólafur sögðu já

Jóhanna Guðrún og Ólafur sögðu já
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hvíta húsið sendir frá sér yfirlýsingu eftir að South Park skemmti skrattanum rækilega

Hvíta húsið sendir frá sér yfirlýsingu eftir að South Park skemmti skrattanum rækilega
Fókus
Fyrir 5 dögum

Segir Gylfa áður hafa varið homma – „Þess vegna kom þetta raus um hommaheilaþvott og typpasleikjóa svo á óvart“

Segir Gylfa áður hafa varið homma – „Þess vegna kom þetta raus um hommaheilaþvott og typpasleikjóa svo á óvart“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Þýðir eitthvað fyrir Dani að tala dönsku á Íslandi?

Þýðir eitthvað fyrir Dani að tala dönsku á Íslandi?
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sakar milljarðamæringinn um að hafa neytt sig til fegrunaraðgerða og vændiskaup í sláandi skilnaðarkröfu

Sakar milljarðamæringinn um að hafa neytt sig til fegrunaraðgerða og vændiskaup í sláandi skilnaðarkröfu