Húsið er 186 fermetra að stærð á einni hæð að meðtöldum 32 fermetra sérstæðum bílskúr og stendur á mjög fallegri og gróinni lóð á rólegum stað við Elliðárdalinn.
Húsið, sem hefur verið í eigu sama aðila frá upphafi, er að mestu leyti upprunalegt að innan, en húsið hefur hlotið gott viðhald í gegnum tíðina. Búið er að yfirfara þakið, endurnýja þakjárn og rennur. Einnig var hluti hússins ásamt hlið bílskúrs múrgerð og máluð nýlega. Húsið var klætt að hluta fyrir um 20 árum. Að innan er húsið virkilega vel skipulagt og aukin lofthæð er í stórum hluta.
Lestu nánar um eignina og skoðaðu fleiri myndir á fasteignavef DV.