Það gæti komið landsmönnum á óvart að myndbandið sem hefur vakið langmesta athygli er þegar hún var nýbúin í Bónus og sýndi áhorfendum hvað hún keypti og hvað það kostaði.
„Ég bjóst við því að þetta yrði dýr búðarferð,“ segir hún. Hún var með tvo nokkuð fulla poka og kostaði búðarferðin um 13.500 krónur.
„Ef ég á að vera hreinskilin, ekki svo slæmt. Í Ástralíu hefði þetta kostað um 8500 krónur. Í Nýja-Sjálandi rúmlega tíu þúsund krónur. Þannig mér finnst 13.500… þetta er ekki frábært, verum hreinskilin, verðbólgan…. En ég ætla ekki að kvarta. Það eru forréttindi að fá að vera hérna að heimsækja þetta land. Ég ætla ekki að kvarta undan hvað hlutirnir kosta, mig langaði bara að sýna ykkur hvað þetta kostar.“
Horfðu á myndbandið hér að neðan.
@cassadvantures #iceland #groceryshopping #fyp ♬ original sound – Cassadvantures