Parið greindi frá gleðitíðindunum eins og það gerir best, óvænt og á stórum viðburði.
Rihanna frumsýndi síðast óléttukúluna á Ofurskálinni, en hún var að sjá um atriðið í hálfleik. Í þetta sinn gerði hún það fyrir stærsta tískuviðburð heims, Met Gala.
Ljósmyndarinn Miles Digges birti mynd af stjörnunni á samfélagsmiðlum, stuttu áður að hún gekk niður rauða dregilinn.
Myndina má sjá hér að neðan, smelltu hér ef hún birtist ekki eða prófaðu að endurhlaða síðuna.
View this post on Instagram
Síðan gekk stjarnan niður rauða dregilinn á Met Gala ásamt rapparanum.
Rihanna og A$AP eiga fyrir synina RZA, fæddur í maí 2022, og Riot, fæddur ágúst 2023.