fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fókus

Colin Farrell opnar sig um son sinn sem fæddist með sjaldgæft heilkenni

Fókus
Sunnudaginn 11. ágúst 2024 13:00

Flottir feðgar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Írski leikarinn Colin Farrell hefur veitt sjaldséða innsýn í líf sonar síns sem fæddist með hið sjaldgæfa Angelman-heilkenni.

Sonur leikarans, James, er tvítugur að aldri og hefur Colin nú stofnað styrktarsjóð sem á að nýtast einstaklingum sem glíma við sama heilkenni.

Á vef Ráðgjafar- og greiningarstöðvar kemur fram Angelman-heilkenni einkennist af frávikum í málþroska, þroskahömlun, óstöðugleika við gang og skapferli sem einkennist af gleði og hláturmildi. Talið er að um 1 af hverjum 12 til 20 þúsund börnum sem fæðast séu með heilkennið og má ætla að barn með Angelman-heilkenni fæðist hér á landi á nokkurra ára fresti að meðaltali.

James fæddist í september 2003 og eignaðist Colin hann með fyrrverandi unnustu sinni, kanadísku fyrirsætunni Kim Bordenave.

Í viðtali við People Magazine kom fram að hann hefði stofnað fyrrnefndan styrktarsjóð, The Colin Farrell Foundation, til að heiðra son sinn sem hefur lagt á sig gríðarlega vinnu allt sitt líf. Heilkennið hefur haft talsverð áhrif á líf James og getur hann til dæmis ekki tjáð sig með góðu móti.

Colin segir í viðtalinu að hann hafi aldrei tjá sig um þetta heilkenni sem sonur hans glímir við. James verður 21 árs í september og vekur Colin athygli á því að við þann aldur hætti þeir einstaklingar sem eru í sömu sporum og sonur hans að fá aðstoð frá hinu opinbera. Það er ein af ástæðum þess að Colin ákvað að stofna sjóðinn.

Fyrst um sinn mun sjóðurinn einblína á Kaliforníu þar sem fjölskyldan er búsett og starfandi en Colin segist vonast til þess að starfsemin muni breiða úr sér og hefja starfsemi annars staðar, til dæmis á hans heimaslóðum á Írlandi.

Colin Farrell hefur um langt skeið verið einn mest áberandi leikari heims. Hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna sem besti leikari í aðalhlutverki í fyrra fyrir myndina The Banshees of Inisherin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur

Lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sofnaðu á 2 mínútum – Aðferðin sem hermenn nota

Sofnaðu á 2 mínútum – Aðferðin sem hermenn nota
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín braut konunglegar siðareglur – Ástæðan sorgleg og hjartnæm

Katrín braut konunglegar siðareglur – Ástæðan sorgleg og hjartnæm
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ógnvekjandi myndband sýnir hvað getur beðið kvenna sem ferðast einar

Ógnvekjandi myndband sýnir hvað getur beðið kvenna sem ferðast einar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta áttu aldrei að segja við þá sem syrgja – Frásögn konu sem missti eiginmann og son með fimm daga millibili

Þetta áttu aldrei að segja við þá sem syrgja – Frásögn konu sem missti eiginmann og son með fimm daga millibili
Fókus
Fyrir 4 dögum

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stóru spurningunni svarað: Á að skola sveppi fyrir eldun?

Stóru spurningunni svarað: Á að skola sveppi fyrir eldun?