fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fókus

Maðurinn sem borðaði heila flugvél – Svona fór hann að því

Fókus
Miðvikudaginn 17. júlí 2024 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumar sögur eru lyginni líkastar, en eru þó sannar. Ein slík er sagan um Michel Lotito sem vann sér það til frægðar að borða heila flugvél.

Michel Lotito fæddist árið 1950 í Grenoble France og varð frægur fyrir að borða óæta hluti. Frægasta máltíð hans tók hann heil tvö ár, en á árunum 1978-1980 borðaði hann heila fjögurra sæta Cessna flugvél. Hvernig, gætu margir spurt. Svarið er einfalt. Hann borðaði hana með því að fá sér einn bita í einu.

Hann braut vélina niður í munnbita. Svo drakk hann hráolíu og vatn á meðan hann kyngdi bitunum. Olíuna notaði hann sem sleipiefni til að tryggja að járnið kæmist niður í maga.

Lotito fékk viðurnefnið Monsieur Mangetout í heimalandi sínu, sem mætti þýða sem „Herra alæta“. Hann glímdi við sjaldgæfa átröskun sem kallast pica. Einkenni röskunarinnar er að sjúklinga eru haldnir óseðjandi þörf til að borða hluti sem eru næringasnauðir og furðulegir á borð við járn, gúmmí, bómull og hvaðeina. Lotito var eins með óvenju þykkan maga og óvenju kröftugt meltingarkerfi sem gat melt nánast hvað sem er. Læknar sögðu honum að hann gæti borðað tæpt kíló af járni á dag út af ofurmeltingunni.

Lotito skráði sig í heimsmetabók Guinnes fyrir furðulegasta mataræðið. Fyrir það afrek fékk hann látúns minnisvarða sem hann að sjálfsögðu borðaði.

Talið er að hann hafi á ævi sinni borðað:

  • 18 hjól
  • 15 innkaupakerrur
  • 7 sjónvörp
  • 6 ljósakrónur
  • 2 rúm
  • 1 par af skíðum
  • 1 tölvu
  • 1 vatnsrúm
  • 1 flugvél af gerðinni Cessna 150
  • 500 metra af járnkeðju
  • 1 líkkistu
  • 1 minnisvarða frá Guinnes
  • 45 hurðarhúna

Það furðulegasta við þetta allt saman er að Lotito fannst þetta ekkert mál. Honum var þó ómögulegt að borða mjúkan mat á borð við banana eða harðsoðin egg. Slíkur matur gerði hann veikan.

Lotito lést árið 2007 af náttúrulegum völdum. Hann var þó aðeins 57 ára gamall.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég er ennþá smá pirruð yfir að hafa ekki fengið að klára bókina áður en þjófurinn fékk hana“

„Ég er ennþá smá pirruð yfir að hafa ekki fengið að klára bókina áður en þjófurinn fékk hana“
Fókus
Í gær

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Allt annað að sjá söngvarann – 90 kílóum léttari og rakaði skeggið í fyrsta skiptið í tíu ár

Allt annað að sjá söngvarann – 90 kílóum léttari og rakaði skeggið í fyrsta skiptið í tíu ár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mobb Deep með tónleika á Íslandi í mars

Mobb Deep með tónleika á Íslandi í mars
Fókus
Fyrir 3 dögum

Egill varpaði sprengju um jólalög og margir tóku undir – „Þetta er komið út í algjöra dellu“

Egill varpaði sprengju um jólalög og margir tóku undir – „Þetta er komið út í algjöra dellu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir Claudiu Schiffer tvífari móður sinnar

Dóttir Claudiu Schiffer tvífari móður sinnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Opnar sig um dulið fósturlát

Opnar sig um dulið fósturlát