fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fókus

Sagðist hafa „sónað út“ þegar eiginmaðurinn sagði brandara um líkama hennar

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 12. júlí 2024 09:30

Scarlett Johansson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska leikkonan Scarlett Johansson segir að hún hafi „sónað út“ um leið og hún sá mynd af sér í árlegri brandararöð eiginmanns hennar Colin Jost í þættinum Saturday Night Live í síðasta mánuði.

„Um leið og þeir sýndu myndina af mér, ég man reyndar ekki eftir þessum þætti. Ég sónaði algjörlega út,“ sagði Johansson í viðtali við Kelly Clarkson í í spjallþætti hennar í gær. Johansson er vön því að fá allavega einn brandara tengdan sér í þessum þætti á hverju ári.

Í lokaþætti 49. þáttaraðarinnar af SNL fluttu Jost og meðstjórnandi hans Michael Che árlegan brandaraskiptaþátt sinn þar sem þeir skrifa móðgandi brandara á kostnað hvors annars í beinni útsendingu.

„ChatGPT hefur gefið út nýjan raddaðstoðareiginleika innblásinn af gervigreindarpersónu Scarlett Johansson í kvikmyndinni Her,“ byrjaði Jost með áhyggjufullum hlátri.

„Sem ég hef aldrei nennt að horfa á, því án líkamans, hver er tilgangurinn með að hlusta?“ sagði hann og hneykslaði áhorfendur.

Johansson sagði: „Þetta er grimmt, mér finnst eins og þetta versni með hverju ári. Við þurfum að fara í vitnavernd vegna kvöldsins. Ég er alveg hrædd um að við verðum fyrir ónæði. Þetta er það slæmt,“ útskýrði Johansson.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem grínistinn gerir opinberlega grín á kostnað eiginkonu sinnar. Í jólabrandaraskiptum þeirra Che í desember síðastliðnum flutti Jost einn af skrifuðum bröndurum Che fyrir hann sem neyddi hann til að gera grín að eiginkonu sinni með því að líkja henni við mikils metið borgararéttindatákn.

Í brandaranum sagði Jost að nýleg lög sem samþykkt voru í New York sem heimila að áfengi sé borið fram í kvikmyndahúsum væri það eina sem fengi hann til að njóta „litlu listmynda hennar Johansson“.

Hann gaf síðan út falska afsökunarbeiðni, sem var einnig skrifuð af Che, „Ég er að grínast, elskan. Ég elska allar kvikmyndirnar þínar. Og ef þú spyrð mig, þá ertu enn betri svarta ekkja en Coretta Scott King.“ Svarta ekkjan er karakterinn Black Widow sem Johansson hefur leikið.

Johansson og Jost hafa verið gift síðan 2020.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sofnaðu á 2 mínútum – Aðferðin sem hermenn nota

Sofnaðu á 2 mínútum – Aðferðin sem hermenn nota
Fókus
Fyrir 4 dögum

Opnar sig um dulið fósturlát

Opnar sig um dulið fósturlát
Fókus
Fyrir 4 dögum

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna