fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fókus

Ívar er einkakokkur fyrir moldríka ferðamenn – Það gæti komið þér á óvart hvað þeir vilja borða

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 19. júní 2024 09:29

Ívar Örn Hansen. Mynd/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kokkurinn og athafnamaðurinn Ívar Örn Hansen, eða Helvítis kokkurinn eins og hann er betur þekktur, eldar fyrir moldríka ferðamenn sem koma til landsins. Hann er gestur Dags Gunnarssonar og Ólafs Laufdals í hlaðvarpsþættinum Blekaðir á streymisveitunni Brotkast.

Ívar er maðurinn á bak við vinsælu Helvítis sulturnar og starfar einnig sem einkakokkur. Hann lýsir starfi sínu nánar í þættinum.

„Ég er að vinna sjálfstætt og er mikið að elda sem einkakokkur fyrir moldara. Fólk sem á ekki milljónir heldur milljarða. Þetta eru yfirleitt ferðamenn sem eru staddir hérna á landinu í kannski fjóra, fimm daga og gista í alls konar villum út um allt land,“ segir hann.

Aðspurður hvað svoleiðis fólk vill borða segir Ívar:

„Þau vilja bara, almennt talað, heimilismat. Þau vilja upplifa Ísland í gegnum mat. Ég er búinn að bjóða þeim öllum hrossakjöt, það hefur enginn sagt já hingað til. Það kemur að því.“

Ívar segir að ferðamennirnir sem hann eldar fyrir eru 80 til 90 prósent Bandaríkjamenn.

„Þeir skilja það ekki [að við séum að borða hesta]. Sem ég skil ekki að þeir skilja ekki, þetta er langbesta kjöt sem ég fæ,“ segir Ívar.

„Það sem einkennir þetta fólk“

„Þetta er allt í gegnum ferðaskrifstofu, sem sérhæfir sig í þessum hóp af fólki, sem heitir Nordic Luxury,“ segir Ívar.

„Það er til svo ógeðslega mikið af ógeðslega ríku fólki í heiminum.“ Hann segir sögu af einum Bandaríkjamanni sem hann hefur eldað fyrir í klippunni hér að neðan.

„Það sem einkennir þetta fólk mikið er að þau hugsa fyrst og fremst um heilsuna og þau eru mjög skipulögð. Þau eru ekki bara skipulögð í vinnunni heldur lífinu yfir höfuð,“ segir Ívar.

Horfðu á þáttinn í heild sinni á Brotkast.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Spurningin sem ég fæ oftast sem Íslendingur“

Vikan á Instagram – „Spurningin sem ég fæ oftast sem Íslendingur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafþór Júlíus í ótrúlegu Mr.Beast-myndbandi sem fer sem eldur um sinu um netheima

Hafþór Júlíus í ótrúlegu Mr.Beast-myndbandi sem fer sem eldur um sinu um netheima
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dóttir Bruce Willis deilir sorglegum fréttum af föður sínum

Dóttir Bruce Willis deilir sorglegum fréttum af föður sínum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Heiðrar látna móður sína með flúri

Heiðrar látna móður sína með flúri