fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
Fókus

Ætlaði að smána karlinn í röðinni en það kom í bakið á henni

Fókus
Miðvikudaginn 12. júní 2024 14:52

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn Katie Miller, sem er hvað þekktust fyrir að streyma í beinni (e. streamer) á Twitch, sætir harðri gagnrýni og er sökuð um að tefja röð í matvöruverslun til að taka upp myndband fyrir TikTok.

Miller taldi sig vera að grípa karlmann glóðvolgan við að horfa á hana. Hún var í sjálfsafgreiðslukassa í stórri matvöruverslun í Tennessee í Bandaríkjunum. Á bak við hana stóð karlmaður í röðinni. Áhrifavaldurinn var með einn síma stilltan upp fyrir framan sig á meðan hún las athugasemdir þeirra sem voru að horfa á streymið í beinni. Hún taldi hvert skipti sem maðurinn leit í áttina til hennar.

Hún kallaði talninguna: „Look counter,“ og lokatalan var sjö.

Netverjinn Malcolm Flex endurbirti myndbandið á X, áður Twitter, og gagnrýndi áhrifavaldinn harðlega. „Hann er bókstaflega að bíða eftir að fólk drífi sig svo hann geti borgað fyrir vörurnar sínar. Það ætti að vera glæpur að tefja röð til að taka upp myndband.“

Aðrir tóku í sama streng: „Hún er með myndavél og er að taka hann upp á meðan hann bíður í röð og hann er vondi gaurinn? Ég vona að hún verði bönnuð í búðinni,“ sagði einn netverji.

Það voru ekki aðeins netverjar sem létu Miller heyra það heldur skrifuðu nokkrir erlendir miðlar, eins og New York Post, MSN og News.com.au, fréttir um atvikið sem sýndu hana í neikvæðu ljósi.

Svarar fyrir sig

Miller svaraði fyrir sig með því að deila myndbandinu af búðarferðinni í heild sinni. Á sirka mínútu 27:17 fór hún í röðina og eins og má sjá hér að neðan þá var hún ekki að tefja hana, heldur bara að bíða þar til röðin kæmi að henni.

Maðurinn horfði nokkrum sinnum á hana, en óvíst er hvort hann hafi verið að „virða hana fyrir sér“ eða forvitnast um myndavélina á kerrunni og hvað Miller væri að gera.

Horfðu á myndbandið hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Glæsilegar gellur á Bridgerton-viðburði og hitað upp fyrir hrekkjavöku

Vikan á Instagram – Glæsilegar gellur á Bridgerton-viðburði og hitað upp fyrir hrekkjavöku
Fókus
Í gær

„Fjögur ár af ást“

„Fjögur ár af ást“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dánarorsök bassaleikara Limp Bizkit – Dó aðeins 48 ára

Dánarorsök bassaleikara Limp Bizkit – Dó aðeins 48 ára
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svona eiga nýbökuðu hjónin saman: Gefa hvort öðru það sem þau þurfa mest

Svona eiga nýbökuðu hjónin saman: Gefa hvort öðru það sem þau þurfa mest
Fókus
Fyrir 4 dögum

Arnar rekur 70 ára sögu íslenskrar dægurtónlistar

Arnar rekur 70 ára sögu íslenskrar dægurtónlistar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Er fyrirboðum um áform hulduafla plantað í dægurmenningu áður en þau raungerast?

Er fyrirboðum um áform hulduafla plantað í dægurmenningu áður en þau raungerast?
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Til hamingju, þú eignaðist stóran og fallegan dreng en við vitum ekki hvort konan þín lifir af“

„Til hamingju, þú eignaðist stóran og fallegan dreng en við vitum ekki hvort konan þín lifir af“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Rachael Ray lét sjá sig – Aðdáendur áhyggjufullir yfir furðulegri hegðun

Rachael Ray lét sjá sig – Aðdáendur áhyggjufullir yfir furðulegri hegðun