fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

„Mér finnst magnað að þessi díll skyldi hafa ratað í fjölmiðla“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 21. mars 2024 20:18

Sigmar Vilhjálmsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þurfti og ekki, ég þurfti þess náttúrulega ekki, það var“ segir Sigmar Vilhjálmsson eigandi MiniGarðsins og athafnamaður aðspurður um hvort það hafi verið eftir COVID-19 sem hann þurfti að selja hús sitt í Mosfellsbæ til Ölmu leigufélags. Simmi eins og hann er jafnan kallaður er nýjasti viðmælandi Aron Mímis og Bjarka í þætti þeirra Götustrákar.

„Félag sem heitir Mata sem er í eigu sömu fjölskyldu og á Öldu eiga kröfu á félagið mitt eftir COVID. Við vorum að kaupa mikið af vörum af þeim og af því það var COVID voru þeir það góðir samstarfsaðilar að þeir voru bara til í að geyma greiðslur. Við fengum ekki krónu frá ríkinu og gátum ekki sótt í neitt. Samstarfsaðilar okkar stóðu með okkur og hægt og rólega stækkaði skuldin. Þegar COVID er búið þá loksins er reksturinn kominn í gang og þá þurftum við að setjast niður og strúktura hvernig við borgum tilbaka skuldir okkar.“

Hann segir verst að skulda ríkinu, það rukki mest og hafi minnstan skilning, félagið hafi fengið slaka til að greiða opinber gjöld, svo þegar COVID hafi verið búið, „borga á fullum dráttarvöxtum þannig að dýrasta skuldin var við ríkið og við þurftum að leggja áherslu á að borga það. Hinir birgjarnir þurftu þá að bíða aðeins og voru auðvitað mis þolinmóðir.

Það sem ég í rauninni lagði þá til, sem ég veit að ekkert margir hafa gert í minni stöðu. Sumir myndu láta félagið fara á hausinn, fá nýja kennitölu og halda bara áfram. Ég er ekki þannig og mun ekki gera það. Og ég veit að þá yrði líka andlitið á mér á forsíðu DV og hvað gerði pabbi núna? Ég kæri mig ekki um það,“ segir Simmi.

Þannig að ég í rauninni sel þeim húsið, leigi það tilbaka með kauprétt á því eftir tvö ár með fyrirfram ákveðinni hækkun. Þannig að ég í rauninni losaði þá út lánið, ég á núna kröfu á mitt félag, sem nær vonandi að skila mér þeim pening tilbaka og ég get keypt húsið mitt tilbaka eftir tvö ár,“ segir Simmi sem segir það samninginn sem er í gangi.

„Það að það skyldi rata í fjölmiðla finnst mér eiginlega algjörlega magnað. Vissulega birtist þetta í einhverju Lögbirtingablaði, en ég trúi samt ekki að fólk sé að pæla í því, ég veit það ekki, kannski eru þeir að pæla í því, kannski eru blaðamenn að pæla í því.  En mér finnst magnað að þessi díll skyldi hafa ratað í fjölmiðla,“ segir Simmi, en segir þetta vera eins og það er og samninginn ekkert til að skammast sín fyrir.

„Miklu frekar að einhverju leyti áttar fólk sig á því að maður er allavega maður orða sinna, stendur undir því og tilbúinn að standa við skuldbindingar sínar svo langt að húsið er komið undir. Þannig að ykkur sem finnst það flott megið endilega beina öllum viðskiptum ykkar til MiniGarðsins,“  segir Simmi og hlær.

„Þetta er bara staðan og ég veit að þetta er ekki endilega slæmur díll fyrir mig af því hækkunin á húsinu sem ég kaupi það á eftir tvö ár er fyrirfram ákveðin. Og ég veit bara að selja og kaupa aftur á þeim tíma mun skila hagnaði. Þetta er ekki slæmur díll, þetta er win win.“

Um Götustráka

Félagarnir Bjarki Viðarson og Aron Mímir Gylfason standa bak við hlaðvarpsþáttinn Götustrákar sem hýstur er á hlaðvarpsveitunni Brotkast. Bjarki og Aron, sem betur eru þekktir undir Twitter-nöfnum sínum, Jeppakall 69 doperman Rakki og Ronni Turbo Gonni, lifðu og hrærðust í undirheimum höfuðborgarinnar um árabil en hafa snúið blaðinu við og feta nú beinu brautina. Ætlun þeirra með hlaðvarpinu er að gefa hlustendum innsýn inn í þennan miskunnarlausa heim og ekki síður ráð um hvernig foreldrar geta passað upp á börnin sín varðandi stafrænar hættur.

Horfa má á þáttinn í heild sinni á brotkast.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Klípan sem allir Íslendingar lenda í – Á að gefa þjórfé eða ekki?

Klípan sem allir Íslendingar lenda í – Á að gefa þjórfé eða ekki?
Fókus
Í gær

Sagan á bak við Frank Mills

Sagan á bak við Frank Mills
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvað varð um leikkonuna úr Shining sem sneri baki við Hollywood? – „Ég var stjarna“

Hvað varð um leikkonuna úr Shining sem sneri baki við Hollywood? – „Ég var stjarna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði